Körfubolti

Jay Triano verður þjálfari Toronto næstu þrjú árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jay Triano verður þjálfari Toronto í NBA-deildinni.
Jay Triano verður þjálfari Toronto í NBA-deildinni.

NBA-liðið Toronto Raptors tilkynnti í dag að liðið væri búið að ráða Jay Triano se, þjálfara fyrir næstu þrjú árin. Triano tók við liðinu þegar Sam Mitchel var rekinn 3. desember síðastliðinn.

Raptors-liðið vann reyndar aðeins 25 af 65 leikjum undir stjórn Triano en endaði tímabilið á góðum nótum með því að vinna 9 af síðustu 13 leikjum sínum.

Triano er 50 ára gamall og frá Kanada en hann varð á sínum tíma fyrsti kanadíski þjálfarinn í NBA-deildinni þegar hjann varð aðstoðarmaður Lenny Wilkens árið 2002. Hann þjálfaði kanadíska landsliðið í sex ár og náði 7. sæti með liðið á Ólympíuleikunum árið 2000.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×