Innlent

Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu

Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka.

Forsætisráðherra segir mikilvægt að tryggja framgang málsins þannitg að hægt verði að hrinda tillögunum í framkvæmd um næstu áramót. Full samstaða var í nefndinni milli hagsmunasamtaka öryrkja, verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda. Tillögurnar gera öryrkjum kleift að vera á vinnumarkaði án þess að missa allar bætur. Sérstakri framkvæmdanefnd verður falið að fylgja málinu eftir en hún verður skipuð fulltrúum verkalýðshreyfingar, hagsmunasamtaka og lífeyrissjóða.

Í meginatriðum eru tillögurnar tvær. Sú fyrri snýr að örorkumati og gerir ráð fyrir að það verði fellt niður og farið að taka meira mið af starfsgetu einstaklings en örorku. Þá á að stórefla starfsendurhæfingu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×