Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Ráðherrar ræddu stöðu Icelandair á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum um áform ríkisstjórnarinnar hvað varðar hugsanlega aðkomu hins opinbera að rekstri félagsins.

Rætt verður við forsætisráðherra um stöðu Icelandair í kvöldfréttum stöðvar 2 klukkan 18:30.

Enn fleiri tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í dag. Farið verður yfir stöðuna og rætt við framkvæmdastjóra Íslandshótela, þar sem um 250 manns var sagt upp störfum. Eins verður rætt við formanna Samtaka ferðaþjónustunnar um erfiða tíma í greininni.

Áskorun allra á framhaldsskólastigi er hætta á auknu brotthvarfi nemenda að loknu samkomubanni að sögn skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn hvetur samningsaðila til að afstýra verkfalli hjá Eflingarfólki sem hefði áhrif á skólastarf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×