Erlent

Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar á fréttamannafundinum í dag.
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar á fréttamannafundinum í dag. MYND/AFP
Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni.

Þetta kom fram á fréttamannafundi eftir fund á milli Zapatero og Driss Jettou, forsætisráðherra Marokkó. ÞEir sögðu að göngin myndu flýta fyrir allri uppbyggingu og þróun á Afríkuströnd Miðjarðarhafsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×