Lyon tilbúið að áfrýja og vill mörghundruð milljóna bætur Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:30 Moussa Dembele og félagar náðu ekki Evrópusæti, miðað við forsendurnar sem franska deildin gaf sér. VÍSIR/GETTY Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50