Innlent

Bikiníbomba ákærð í 24 liðum

Anna Nicole Grayson vakti þjóðarathygli í þjóðernislegu bikiníi sem hún hannaði sjálf.
Anna Nicole Grayson vakti þjóðarathygli í þjóðernislegu bikiníi sem hún hannaði sjálf.

Bikiníbomban, Anna Nicole Grayson, hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir.

Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum.

 

Bikiníbomban komst þó fyrst í fréttirnar árið 1993 en þá voru faðir hennar, James Brian Grayson og uppgjafarhermaðurinn Donald Feeney dæmdir fyrir að nema hana og systur hennar á brott eftir harðvítuga forræðisdeilu við móður þeirra sem er íslensk.

Málið varð hið mesta fjölmiðlamál en fyrir utan mannránstilraunina þá reyndi Feeney ævintýralega flóttatilraun sem lauk með því að hann og íslenskur samfangi hans voru handteknir rétt áður en þeir stigu um borð í rellu sem átti að flytja þá til Færeyja.

Svo virðist sem Anna Nicole hafi misstigið sig eftir að hún tók þátt í bombukeppninni, en hún er meðal annars ákærð fyrir ítrekaða þjófnaði og fjársvik. Að auki lét hún snyrta hár sitt með klippingu, hárlengingu og strípum á hárgreiðslustofu og fór án þess að borga.

Að lokum er hún ákærð fyrir að hafa haft undir höndum smáræði af amfetamíni.

Krafist er refsingar yfir Önnu auk þess sem níu aðilar og búðir krefjast skaðabóta af hennar hálfu.

Málið var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og fer aðalmeðferð fram eftir síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×