Leikmannamarkaðurinn frosinn: „Maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 22:00 Guðmundur Guðmundsson er byrjaður að undirbúa lið Melsungen undir næstu leiktíð. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti