Matvælafalsanir algengari en neytendur átta sig á Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 19:56 Fölsuð matvæli fundust hér á landi í alþjóðlegum matvælaaðgerðum Europol og Interpol í desember og janúar síðastliðnum. Fjórar tegundir matvæla eru til rannsóknar en ekki fæst uppgefið um hvaða matvæli er að ræða fyrr en rannsókninni líkur. Í sameiginlegum aðgerðum Euro- og Interpol lögðu lögregla, matvælaeftirlit og tollayfirvöld hald á á þriðja þúsund tonn af fölsuðum matvælum og drykkjum í 47 löndum. Íslensk yfirvöld, tollstjóri og Matvælastofnun, tóku þátt í aðgerðunum sem fóru meðal annars fram í höfnum, mörkuðum og matvöruverslunum. Fram kemur á vef Interpol að á meðal eftirlíkinganna hafi verið fiskur, jarðarber, mozzarellaostur, þurrkuð matvæli og ólívuolía. Jóns R Viðarsson, sérfræðingur hjá Matís, segir að matvælafalsanir séu algengari en neytendur gera sér grein fyrir. „Þetta er í raun skipulögð glæpastarfsemi. Svo framarlega sem þú ert ekki að fá þá vöru sem þú telur þig vera að kaupa, ef hún passar til dæmis ekki við innihaldslýsingu, er hægt að segja að þetta sé fölsuð vara. Svo eru dæmi um það að menn eru að selja hættulega vöru eða ónýta,“ segir hann. Matís tekur þátt í nýlegu erópsku verkefni sem sér um að kanna svindl í matvælageiranum og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slíkt. „Við höfum verið í verkefni þar sem við erum að DNA-greina fisk og athuga hvort hann passi við innihaldslýsinguna og það eru dæmi um svona svindl allstaðar að úr heiminum. Það var til dæmis rannsókn í Bretlandi sem sýndi fram á að 25% af þorski sem var seldur í smásölu var alls ekki þorskur,“ segir Jónas. Þetta er í fjórða sinn sem ráðist er í alþjóðlegar aðgerðir af þessu tagi en Jónas segir að ákveðin vitundarvakning hafi orðið í sambandi við matvælasvind undanfarin ár. Hann telur þó ekki algengt að matvælafalsanir komu upp á Íslandi, þó vissulega séu dæmi um það.„Ég geri ekki ráð fyrir að við séum eitthvað öðruvísi en aðrir hvað það varðar. Ef þetta yrði skoðað alveg ofan í kjölinn kæmi vafalaust ýmislegt í ljós“. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Fölsuð matvæli fundust hér á landi í alþjóðlegum matvælaaðgerðum Europol og Interpol í desember og janúar síðastliðnum. Fjórar tegundir matvæla eru til rannsóknar en ekki fæst uppgefið um hvaða matvæli er að ræða fyrr en rannsókninni líkur. Í sameiginlegum aðgerðum Euro- og Interpol lögðu lögregla, matvælaeftirlit og tollayfirvöld hald á á þriðja þúsund tonn af fölsuðum matvælum og drykkjum í 47 löndum. Íslensk yfirvöld, tollstjóri og Matvælastofnun, tóku þátt í aðgerðunum sem fóru meðal annars fram í höfnum, mörkuðum og matvöruverslunum. Fram kemur á vef Interpol að á meðal eftirlíkinganna hafi verið fiskur, jarðarber, mozzarellaostur, þurrkuð matvæli og ólívuolía. Jóns R Viðarsson, sérfræðingur hjá Matís, segir að matvælafalsanir séu algengari en neytendur gera sér grein fyrir. „Þetta er í raun skipulögð glæpastarfsemi. Svo framarlega sem þú ert ekki að fá þá vöru sem þú telur þig vera að kaupa, ef hún passar til dæmis ekki við innihaldslýsingu, er hægt að segja að þetta sé fölsuð vara. Svo eru dæmi um það að menn eru að selja hættulega vöru eða ónýta,“ segir hann. Matís tekur þátt í nýlegu erópsku verkefni sem sér um að kanna svindl í matvælageiranum og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slíkt. „Við höfum verið í verkefni þar sem við erum að DNA-greina fisk og athuga hvort hann passi við innihaldslýsinguna og það eru dæmi um svona svindl allstaðar að úr heiminum. Það var til dæmis rannsókn í Bretlandi sem sýndi fram á að 25% af þorski sem var seldur í smásölu var alls ekki þorskur,“ segir Jónas. Þetta er í fjórða sinn sem ráðist er í alþjóðlegar aðgerðir af þessu tagi en Jónas segir að ákveðin vitundarvakning hafi orðið í sambandi við matvælasvind undanfarin ár. Hann telur þó ekki algengt að matvælafalsanir komu upp á Íslandi, þó vissulega séu dæmi um það.„Ég geri ekki ráð fyrir að við séum eitthvað öðruvísi en aðrir hvað það varðar. Ef þetta yrði skoðað alveg ofan í kjölinn kæmi vafalaust ýmislegt í ljós“.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira