Baráttukveðjur 1. maí! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2020 07:00 Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar