Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson og Eva Pandora Baldursdóttir skrifa 18. nóvember 2024 13:45 Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Netöryggi Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun