Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2018 14:00 Íslendingarnir níu dvelja í tjaldbúðum yfir jólin Aðsend mynd frá Guðmundi Guðjónssyni Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur. Jól Suðurskautslandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur.
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira