Enski boltinn

Gagnrýnir Liverpool fyrir að leggja ekki nóg í kvennaliðið: „Blettur á félaginu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grasið á Prenton Park var ekki í góðu ásigkomulagi í gær.
Grasið á Prenton Park var ekki í góðu ásigkomulagi í gær. vísir/getty

Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gagnrýnt Liverpool fyrir að fjárfesta ekki almennilega í kvennaliði félagsins.

Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku kvennadeildinni í gær. Leikurinn fór fram á Prenton Park þar sem kvennalið Liverpool spilar sína heimaleiki. Prenton Park er einnig heimavöllur karlaliðs Tranmere Rovers.

Grasið á Prenton Park þótti ekki vera í góðu ásigkomulagi og kvartaði Hayes yfir því eftir leik.

„Þessi völlur ætti ekki að vera hluti af deildinni. Hún á betra skilið. Evrópumeistarar Liverpool ættu að leggja meira í kvennaliðið,“ sagði Hayes.

„Ástandið á vellinum, sem er sá versti í deildinni, er blettur á félaginu,“ bætti hún við.

Chelsea er í 2. sæti ensku kvennadeildarinnar en Liverpool er í því ellefta og næstneðsta. Rauði herinn er aðeins með þrjú stig og hefur ekki enn unnið leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×