Erlent

Gríska ríkisstjórnin einhuga um þjóðaratkvæði

Gríska ríkisstjórnin samþykkti einhuga að styðja ákvörðun George Papandreou forsætisráðherra um að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið við Evrópusambandið um skuldavanda landsins.

Þetta var niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi sem hófst síðdegis í gærdag og stóð langt fram á nótt. Ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna olli miklum lækkunum á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gærdag, Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Búist er við áframhaldandi óróa á þessum mörkuðum á næstunni.

Þá mun næsta greiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Grikklands vera í uppnámi en hún átti að greiðast í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×