Erlent

Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa

Kjartan Kjartansson skrifar
Vegfarendur í Moskvu ganga fram hjá auglýsingu um herkvaðningu vegna stríðsins í Úkraínu.
Vegfarendur í Moskvu ganga fram hjá auglýsingu um herkvaðningu vegna stríðsins í Úkraínu. Vísir/EPA

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári.

Ellefu drónanna voru skotnir niður í Moskvuhéraði, 23 yfir Brjansk, sex yfir Belgorod, þrír yfir kaluga og tveir yfir Kúrsk, að sögn stjórnvalda í Kreml. 

Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu, sagði þetta stærstu tilraun til drónaárásir á borgina til þessa. Sterkar loftvarnir sem komið hafi verið upp í kringum borgina hafi stöðvað drónana.

Sókn Úkraínumanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi er sögð halda áfram. Úkraínskar hersveitir beina spjótum sínum að flotbrúm sem Rússar hafa lagt yfir ána Sejm eftir að Úkraínumenn sprengdu upp þrjár brýr í innrás sinni samkvæmt bandarísku hugveitunni Stríðsrannsóknastofnuninni sem gefur út daglegar stöðuskýrslur um stríðið.


Tengdar fréttir

Rússar sækja fram og ná Niu-York undir sitt vald

Rússneski herinn hefur greint frá því að hann hafi náð Niu-York, litlum bæ í austurhluta Úkraínu, undir sitt vald. Rússar halda áfram að sækja fram að stærri héruðum í Donetsk héraðinu í Úkraínu.

Freista þess að umlykja rússneskt herlið í Kúrsk

Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×