Innlent

Fimm­tán börn veik í gær­kvöldi en fimm­tíu í morgun

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Veikindi komu upp í Emstruskálum í gærkvöldi.
Veikindi komu upp í Emstruskálum í gærkvöldi.

Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að nokkrar sveitir af Suðurlandi hafi verið boðaðar í gærkvöldi, en þá hafi um fimmtán börn orðin veik í Emstrubotnum. 

Klukkan sjö í morgun höfðu flest allir í hópnum fundið fyrir einhvers konar einkennum og fleiri tilkynningar að berast Landsbjörg. 

„Skólakrakkarnir voru komnir niður á Hvolsvoll um sjö leitið í morgun,“ segir Jón Þór. „Sveitirnar voru þá strax beðnar um að sækja fleiri inn í Emstrur sem voru orðnir veikir. Síðan bárust tilkynningar um veikindi í Básum.“

Búið er að upplýsa heilbrigðiseftirlit og sóttvarnarlækni um málið. Jón Þór gat ekki staðfest hvort veikindin tengist vatni á svæðinu.

„Núna er verið að flytja sóttvarnarbúnað inn í Emstrur. Við taka þrif á öllum skálum,“ segir Jón Þór.

„Þetta er ansi mikill fjöldi - hátt í fimmtíu manns, og eins og ég segi fimmtán orðin veik í gærkvöldi.“


Tengdar fréttir

Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita

Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×