Erlent

Rússar sækja fram og ná Niu-York undir sitt vald

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Niu-York er í austurhluta Úkraínu.
Niu-York er í austurhluta Úkraínu. Getty

Rússneski herinn hefur greint frá því að hann hafi náð Niu-York, litlum bæ í austurhluta Úkraínu, undir sitt vald. Rússar halda áfram að sækja fram að stærri héruðum í Donetsk héraðinu í Úkraínu.

BBC greinir frá þessu.

Niu-York er lítill bær, en yfirráð yfir honum markar skref í áttina að tveimur öðrum svæðum í Donetsk, þeim Toretsk og Pokrovsk.

Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að staðsetning Niu-York sé mikilvæg og yfirráð yfir henni séu góðs viti. 

Þá segir að eitt markmiða Úkraínumanna með gagnárásinni inn í Rússland, hafi verið að neyða rússneskan herafla frá austurhéruðum Úkraínu. Ekkert bendi til þess að það sé að gerast, þrátt fyrir að Úkraínumenn hafi nú yfirráð yfir 93 rússneskum þorpum.

Meira að segja virðist fleiri rússneskir hermenn á leið í austurhéröðin.

Selenskí Úkraínuforseti segir að ástandið í austrinu sé snúið, en segir að úkraínskir hermenn væru að gera allt sem þeir gætu til að vinna bug á Rússunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×