15 milljarða króna gjöf ríkisins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun