Erlent

Vilja N-Kóreu að samningaborðinu

Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi margt benda til þess að slíkt væri í bígerð. Nýjar gervihnattamyndir sýni að holur hafi verið grafnar og fylltar á ný í Giljú í Norður-Kóreu sem sé líklegur tilraunastaður. Ónafngreindur maður innan bandarísku leyniþjónustunnar segir ummerki á svæðinu í samræmi við undirbúning fyrir kjarnorkutilraunir neðanjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×