Innlent

Svifvængjateymi stúlkna tekur við áskorunum

The Flying Effect-stelpurnar munu svífa um landið undir hinu mjög svo viðeigandi slagorði: „Við gefum konum byr undir báða vængi".
The Flying Effect-stelpurnar munu svífa um landið undir hinu mjög svo viðeigandi slagorði: „Við gefum konum byr undir báða vængi". Mynd UN Women
Vinkonurnar Ása Rán Einarsdóttir og Aníta Hafdís Björnsdóttir sem skipa svifvængjateymið The Flying Effect ætla í júlí að erðast um hálendi Íslands í nafni UN Women á Íslandi í þeim tilgangi að hvetja landsmenn til að skrá sig sem styrktaraðila.

„Með The Flying Effect vildum við reyna að vekja athygli á rétti kvenna um allan heim til frelsis með því að taka ákveðna áhættu sjálfar til að láta drauma okkar rætast," segir Aníta Hafdís en þær hafa ferðast um heim allan á svifvængjum síðan í desember 2009.

The Flying Effect-stelpurnar munu svífa um landið undir hinu mjög svo viðeigandi slagorði: „Við gefum konum byr undir báða vængi".

Fyrir hverja 15 aðila sem skrá sig sem styrktaraðilar UN Women í júlí, í nafni The Flying Effect, munu stelpurnar taka ýmsum áskorunum sem verða síðan birtar á Facebook-síðu UN Women á Íslandi og síðu The Flying Effect.

Allt fjármagn sem safnast rennur í Styrktarsjóð UN Women til afnáms ofbeldis gegn konum og er þörfin mikil. Sjóðurinn er sá eftirsóttasti innan UN Women en jafnframt sá mest fjársvelti. UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis í þróunarlöndum og á stríðsátakasvæðum.

Sem liður í þessu átaki hvetur UN Women landsmenn til að senda inn myndir á Facebook-síðu samtakanna með skilti sem á stendur: „Ég vil veita konum byr undir báða vængi".

Hægt verður að að fylgjast með ferðalagi stelpnanna á rauntíma  á slóðinni: www.theflyingeffect.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×