Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 15:25 Nafnabreyting Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani hefur vakið talsverða athygli. Vísir Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn. „Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira