Enski boltinn

Sammy Lee hættur hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Sammy Lee hættur sem aðstoðarþjálfari Liverpool. Sky segist ekki vita enn um ástæður þess að Lee sé hættur.

Lee hefur þegar verið orðaður við West Ham þar sem hann myndi vinna með Sam Allardyce á nýjan leik.

Lee er Liverpool-goðsögn. Lék lengi með félaginu og hefur síðan aðstoðað stjóra eins og Roy Evans, Gerard Houllier, Rafa Benitez og nú síðast Kenny Dalglish.

Hann hefur einu sinni verið stjóri liðs en hann tók við af Allardyce hjá Bolton á sínum tíma en var rekinn eftir að hafa aðeins unnið einn leik af ellefu. Þá fór hann aftur í að verða aðstoðarþjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×