Innlent

„Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki"

Haraldur F. Gíslason segir leikskólakennara vilja fá aftur réttindi sem af þeim voru tekin
Haraldur F. Gíslason segir leikskólakennara vilja fá aftur réttindi sem af þeim voru tekin
Leikskólakennarar geta ekki tekið sér matarhlé yfir vinnudaginn og er það krafa þeirra í kjarabaráttunni að fá greitt fyrir þann hálftíma sem almennir launþegar nýta í matarhlé en leikskólakennarar nýta til vinnu.

 

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, ræddi baráttumál leikskólakennara Í Bítinu í morgun. Þar kom fram að einu kröfurnar sem þeir gera til viðbótar við þær almennu hækkanir sem samið hefur verið um við fjölda stétta, er að fá greidda yfirvinnu fyrir þennan hálftíma, sem nemur 11 prósenta hækkun launa. Um er að ræða greiðslu sem leikskólakennarar fengu en var tekin af þeim.

Byrjunalaun leikskólakennara eru 247 þúsund krónur, og fá þeir flestir útborgað undir 200 þúsund krónum. Þrátt fyrir þetta liggur fyrir að til að hljóta réttindi sem leikskólakennari þurfa þeir að ljúka fimm ára háskólanámi.

Haraldur leggur áherslu á að það sé vel menntað, vel meinandi og gott fólk sem sinni börnunum okkar. „Þetta er mest mótandi æviskeið allra," segir Haraldur. „Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki," segir hann.

Ítarlegt viðtal Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu við Harald má hlusta á með því að smella á tengillinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×