Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna Erla Hlynsdóttir skrifar 29. júní 2011 13:04 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP-banka „Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér," segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þrír dómarar kváðu upp dóminn. Einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella hina tvo sem ákærðir voru en allir dómarar vildu sýkna Styrmi. „Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem ég hef alltaf haft," segir hann. Að sögn Styrmis er vissulega léttir að þessum kafla sé lokið þó hann hafi verið nokkuð öruggur um sýknu. „Ég hef aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta nýst um meint umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfsmenn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjármálastofnun sem ég starfaði hjá," segir Styrmir. Ríkissaksóknari tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta er núna út úr höndunum á mér. Nú bara bíður maður og sér hvað gerist," segir Styrmir. Aðrir sem sýknaðir voru í morgun eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér," segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þrír dómarar kváðu upp dóminn. Einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella hina tvo sem ákærðir voru en allir dómarar vildu sýkna Styrmi. „Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem ég hef alltaf haft," segir hann. Að sögn Styrmis er vissulega léttir að þessum kafla sé lokið þó hann hafi verið nokkuð öruggur um sýknu. „Ég hef aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta nýst um meint umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfsmenn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjármálastofnun sem ég starfaði hjá," segir Styrmir. Ríkissaksóknari tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta er núna út úr höndunum á mér. Nú bara bíður maður og sér hvað gerist," segir Styrmir. Aðrir sem sýknaðir voru í morgun eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19
Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25
Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40