Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna Erla Hlynsdóttir skrifar 29. júní 2011 13:04 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP-banka „Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér," segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þrír dómarar kváðu upp dóminn. Einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella hina tvo sem ákærðir voru en allir dómarar vildu sýkna Styrmi. „Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem ég hef alltaf haft," segir hann. Að sögn Styrmis er vissulega léttir að þessum kafla sé lokið þó hann hafi verið nokkuð öruggur um sýknu. „Ég hef aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta nýst um meint umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfsmenn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjármálastofnun sem ég starfaði hjá," segir Styrmir. Ríkissaksóknari tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta er núna út úr höndunum á mér. Nú bara bíður maður og sér hvað gerist," segir Styrmir. Aðrir sem sýknaðir voru í morgun eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér," segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þrír dómarar kváðu upp dóminn. Einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella hina tvo sem ákærðir voru en allir dómarar vildu sýkna Styrmi. „Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem ég hef alltaf haft," segir hann. Að sögn Styrmis er vissulega léttir að þessum kafla sé lokið þó hann hafi verið nokkuð öruggur um sýknu. „Ég hef aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta nýst um meint umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfsmenn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjármálastofnun sem ég starfaði hjá," segir Styrmir. Ríkissaksóknari tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta er núna út úr höndunum á mér. Nú bara bíður maður og sér hvað gerist," segir Styrmir. Aðrir sem sýknaðir voru í morgun eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19
Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25
Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40