Enski boltinn

Eigandi Birmingham City handtekinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carson Yeung í stúkunni á St. Andrews þegar hann var kynntur til leiks sem nýr eigandi félagsins
Carson Yeung í stúkunni á St. Andrews þegar hann var kynntur til leiks sem nýr eigandi félagsins Nordic Photos/AFP
Carson Yeung eigandi enska knattspyrnufélagsins Birmingham City hefur verið handtekinn af lögregluyfirvöldum Hong Kong. Hann er sakaður um aðild að peningaþvotti.

Lögreglan í Hong Kong hefur staðfest handtöku 51 árs gamals karlmanns í tengslum við peningaþvott en neitað að gefa upp nafn hins handtekna. Talið er að hann muni koma fyrir rétt á fimmtudagsmorgun.

Peter Pannu, stjórnarformaður Birmingham, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Yeung sé að aðstoða lögregluna í Hong Kong við rannsókn málsins. Hann segir málið ekki tengjast móðurfélagi knattspyrnufélagsins, Birmingham International Holdings Ltd (BIHL), á neinn hátt.

„Ég var að ræða við lögfræðinga BIHL um gang málsins í Hong Kong og hef einnig verið upplýstur um að Carson sé að aðstoða við rannsókn á málinu sem tengist á engan hátt rekstri BIHL í Hong Kong. Það hefur því ekkert með rekstur knattspyrnufélagsins að gera og tengjast öðrum málum,“ sagði í yfirlýsingu Pannu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×