Enski boltinn

Man. City gefst upp á Sanchez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Man. City hefur játað sig sigrað í baráttunni um Alexis Sanchez. City hefur boðið best allra liða í leikmanninn en hann hefur ekki áhuga á því að koma til Englands.

"Ég er búinn að ræða við Alexis en hann vill fara til Barcelona. Þess vegna höfum við dregið tilboð okkar til baka sem var mjög gott," sagði Roberto Mancini, stjóri City.

Sílemaðurinn Sanchez er harður á því að ef hann fari ekki til Barcelona ætli hann að vera áfram hjá Udinese.

Barcelona og Udinese eru að ná saman um kaupverð og því afar líklegt í augnablikinu að leikmaðurinn fari til Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×