Innlent

Hvassvirði hamlaði komu skemmtiferðaskips til Reykjavíkur

Skemmtiferðaskipið Aida gat ekki lagst að bryggju  á Skarfabakka i Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi vegna hvassviðris. 

Vindur mældist allt að 28 metrar á sekúndu, en stór skemmtiferðaskip hafa mikið vindfang, eða taka mikið á sig vind, og var því ekki á neitt hættandi.

Liðlega 50 farþegar sem komu flugleiðis til landsins í gær og ætluðu um borð í skipið á Skarfabakka, voru fluttir út í skipið á hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni og gekk það vel.

Aida hélt að því loknu á brott og urðu hinir farþegarnir af fyrirhugðum útsýnisferðum hér í dag, því skipið átti ekki að fara héðan fyrr en síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×