Getum við náð góðum samningi við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 29. júní 2011 07:00 Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Schengen náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samningsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðningi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðlabanka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Schengen náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samningsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðningi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðlabanka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun