Skoðun

Endurreisn í kjölfar Covid-19

Sandra Brá Jóhannsdóttir skrifar

Skaftárhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem byggir afkomu sína að miklu leyti á tekjum ferðaþjónustunnar. Við höfum á síðustu árum verið þeirra gæfu aðnjótandi að vera vinsæll áfangastaður ferðamanna og finnum því verulega fyrir því höggi sem ferðaþjónustan hefur nú orðið fyrir. 

Mörg störf hafa tapast ásamt því að fyrirsjáanleg skerðing verður á framlagi Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins. Við erum því í sömu stöðu og þau sveitarfélög sem á undanförnum árum hafa misst í burtu kvóta. Það er ekki nokkur vafi á því í mínum huga að við munum fá til okkar ferðamennina aftur þegar þar að kemur.

 En til að komast í gegnum skaflinn og geta haldið uppi lögbundinni þjónustu í sveitarfélaginu verður að koma til sérstakur stuðningur frá stjórnvöldum.

Höfundur er sveitarstjóri Skaftárhrepps.




Skoðun

Sjá meira


×