Fimm leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í dag og báru Íslendingaliðin GAIS og Elfsborg sigur úr býtum í sínum leikjum.
GAIS vann 3-0 sigur á Häcken á heimavelli. Eyjólfur Héðinsson og Guðjón Baldvinsson komu inn á sem varamenn í liði GAIS en þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson voru ekki í leikmannhópnum í dag.
Elfsborg vann 2-1 sigur á Gefla á útivelli. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Elfsborg.
Elfsborg er í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en GAIS í því sjöunda með sex.
Úrslit leikja dagsins:
Brommapojkarna - AIK 2-3
GAIS - Häcken 3-0
Gefle - Elfsborg 1-2
Kalmar - Halmstad 0-1
Malmö - Trelleborg 1-1