Vettel og Red Bull fögnuðu sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 09:28 Sebastian Vettel og Mark Webber á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti. Formúla Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira