Ótrúlegur sigur Chicago á Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 11:23 Derrick Rose tekur skot að körfunni í gær. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik. Leikstjórnandinn og nýliðinn Derrick Rose átti stórleik fyrir Chicago og skoraði 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann gaf einnig ellefu stoðsendingar í leiknum. Kareem Abdul-Jabbar skoraði einnig 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni sem er met hjá nýliða í sögu NBA-deildarinnar. Rose varð einnig aðeins annar maðurinn í sögunni til að skora minnst 35 stig og gefa stoðsendingar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni. Næsti leikur liðanna er á mánudaginn en á þann dag verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því að þessi lið mættust í úrslitakeppninni í frægum leik. Michael Jordan skoraði 63 stig í leiknum en Boston fagnaði engu að síður sigri. „Ég vona að þetta verði til þess að við vöknum til lífsins," sagði Paul Pierce sem skoraði 23 stig fyrir Boston í leiknum. „Chicago er ekki bara sátt við að vera í úrslitakeppnina. Þeir vilja ná lengra." Tyrus Thomas skoraði sextán stig fyrir Chicago, þar af sex af átta stigum liðsins í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 51 sekúnda var eftir af framlengingunni. Sigurinn þýðir að Chicago á nú möguleika á að slá Boston úr leik með því að vinna heimaleiki sína í rimmu liðanna. Greinilegt er að Boston saknar Kevin Garnett sem er frá vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði orðinn klár áður en úrslitakeppninni lýkur. Rajon Rando var með 29 stig í leiknum en Ray Allen átti skelfilegan dag. Hann skoraði fjögur stig og hitti úr einu af tólf skotum. Pierce átti möguleika að tryggja Boston sigur í stöðunni 97-96 fyrir Chicago. Hann fór á vítalínuna og náði að jafna metin en klikkaði á síðara vítinu. Þrjár aðrar rimmur hófust í gær. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio á útivelli, 105-97. Þetta var fyrsti sigur Dallas á útivelli í úrslitakeppninni í þrjú ár. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Detroit, 102-84. LeBron James setti niður flautuþrist í lok fyrri hálfleiks og var alls með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Houston vann Portland, 108-81. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston - öll í fyrri hálfleik. NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik. Leikstjórnandinn og nýliðinn Derrick Rose átti stórleik fyrir Chicago og skoraði 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann gaf einnig ellefu stoðsendingar í leiknum. Kareem Abdul-Jabbar skoraði einnig 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni sem er met hjá nýliða í sögu NBA-deildarinnar. Rose varð einnig aðeins annar maðurinn í sögunni til að skora minnst 35 stig og gefa stoðsendingar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni. Næsti leikur liðanna er á mánudaginn en á þann dag verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því að þessi lið mættust í úrslitakeppninni í frægum leik. Michael Jordan skoraði 63 stig í leiknum en Boston fagnaði engu að síður sigri. „Ég vona að þetta verði til þess að við vöknum til lífsins," sagði Paul Pierce sem skoraði 23 stig fyrir Boston í leiknum. „Chicago er ekki bara sátt við að vera í úrslitakeppnina. Þeir vilja ná lengra." Tyrus Thomas skoraði sextán stig fyrir Chicago, þar af sex af átta stigum liðsins í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 51 sekúnda var eftir af framlengingunni. Sigurinn þýðir að Chicago á nú möguleika á að slá Boston úr leik með því að vinna heimaleiki sína í rimmu liðanna. Greinilegt er að Boston saknar Kevin Garnett sem er frá vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði orðinn klár áður en úrslitakeppninni lýkur. Rajon Rando var með 29 stig í leiknum en Ray Allen átti skelfilegan dag. Hann skoraði fjögur stig og hitti úr einu af tólf skotum. Pierce átti möguleika að tryggja Boston sigur í stöðunni 97-96 fyrir Chicago. Hann fór á vítalínuna og náði að jafna metin en klikkaði á síðara vítinu. Þrjár aðrar rimmur hófust í gær. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio á útivelli, 105-97. Þetta var fyrsti sigur Dallas á útivelli í úrslitakeppninni í þrjú ár. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Detroit, 102-84. LeBron James setti niður flautuþrist í lok fyrri hálfleiks og var alls með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Houston vann Portland, 108-81. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston - öll í fyrri hálfleik.
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira