Tónlist

Svona var Stjórnarballið

Tinni Sveinsson skrifar

Stjórnarball verður haldið í Stúdíói Stöðvar 2 klukkan 19 í kvöld. Hægt er að horfa í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.

Stjórnin er ein ástsælasta hljómsveit landsins og hefur fyrir löngu stimplað sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með hressandi og upplífgandi lögum. Það er því tilvalið að bregða undir sig betri fætinum heima í stofu því Stjórnin á sneisafulla smellakistu og ætlar að rífa upp hvert lagið á eftir öðru sem hægt verður að dilla sér við. 

Stjórnarballið hefst klukkan 19 og stendur til klukkan 20.20.

Sigga og Grétar úr Stjórninni mættu í Ísland í dag í gær þar sem þau sögðu frá sögu Stjórnarinnar, fóru í spurningakeppni og sögðu frá því hvernig lagalisti kvöldsins lítur út.

Klippa: Ísland í dag - Svona vel þekkja Sigga og Grétar í Stjórninni hvort annað

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×