Við verðum að forgangsraða Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. desember 2009 06:00 Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar