Í upphitunarþætti Domino's Körfuboltakvölds hituðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans upp fyrir tímabilið sem framundan er í Domino's deild karla.
Þeir röðuðu liðunum m.a. niður í styrkleikaröð, miðað við hvernig staða mála er hjá þeim núna.
Suðurnesjaliðin þrjú eru samkvæmt sérfræðingunum ekki í hópi þeirra bestu í deildinni. Að þeirra mati er Njarðvík sjötta besta lið landsins, Keflavík fimmta og Grindavík fjórða.
Umræðuna um liðin í 4.-6. sæti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
