Nýsköpun á krossgötum? Rúnar Ómarsson skrifar 28. febrúar 2020 14:30 Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun