Ekki að sparka í liggjandi mann Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kristófer Dignus segir engan heilagan þegar kemur að gríni. vísir/ernir „Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum. Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum.
Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11