Erlent

Umsátrið um Madaya: Stuðningsmenn Sýrlandsstjórnar birta myndir af veisluborðum

Atli Ísleifsson skrifar
Myndirnar birtust í kjölfar ákvörðunar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að heimila að hjálpargögn berist í fyrsta sinn til íbúa Madaya frá því í október. Uppreisnarhópar hafa stjórnað bænum síðustu mánuði.
Myndirnar birtust í kjölfar ákvörðunar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að heimila að hjálpargögn berist í fyrsta sinn til íbúa Madaya frá því í október. Uppreisnarhópar hafa stjórnað bænum síðustu mánuði. Mynd/Twitter
Stuðningsmenn Sýrlandsstjórnar hafa margir birt myndir af kvöldverðum sínum og veisluborðum til að núa íbúum bæjarins Madaya um nasir. Sýrlandsher situr nú um bæinn og hafa fréttir borist af því að þúsundir íbúa búi við vannæringu.

Fjölmargir hafa lýst yfir hneykslan sinni á myndunum sem hafa meðal annars birst á Facebook og Twitter undir kassamerkinu „samstaða með umsátrinu um Madaya“.

Í frétt Independent segir að myndir hafi verið birtar af veisluréttum á borð við kebab, grilluðum rækjum, fisk, frönskum, salati og brauði.

Myndirnar birtust í kjölfar ákvörðunar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að heimila að hjálpargögn berist í fyrsta sinn til íbúa Madaya frá því í október. Uppreisnarhópar hafa stjórnað bænum síðustu mánuði.

Að minnsta kosti 23 íbúar Madaya hafa látið lífið af völdum vannæringar en Sýrlandsher lokaði í október fyrir öllum birgðaleiðum. Fréttaljósmyndir hafa birst af íbúum þar sem þeir nærast á grasi og laufblöðum í örvæntingafullri tilraun til að halda í sig lífi.

Madaya er bær nærri líbönsku landamærunum, en áætlað er að um 40 þúsund manns séu fastir í borginni. Í frétt BBC segir að vonast sé til að fyrstu sendingar hjálpargagna muni berast á morgun.

#متضامن_مع_حصار_مضايا

Posted by Mohamad Rahal on Friday, 8 January 2016

#من_حي_السلم#متضامن_مع_حصار_مضايا

Posted by ‎أحمد حيدر أحمد‎ on Friday, 8 January 2016

حرام.اهل #مضايامقطوعين من الدخان مقطوعين من القهوةمش جاي عبالكن هيك شي كمان#الحصار_يمثلني#وشكرا"#صباحو

Posted by ‎علي عيتا‎ on Thursday, 7 January 2016

سمك و فواحش#متضامن_مع_حصار_مضايا#كلنا_حصار

Posted by Mohammed Nasralla Alassad on Friday, 8 January 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×