Á batavegi eftir heilaétandi amöbu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 22:47 Af þeim 128 einstaklingum í Bandaríkjunum sem sýkst hafa af amöbum sem þessum á árunum 1962 til ársins 2012, er Kali einungis önnur sem lifir af. Hin 12 ára gamla Kali Hardig er á batavegi eftir að það uppgötvaðist að heilaétandi amaba hefði komið sér fyrir í höfði stúlkunnar. Talið er að stúlkan hafi komist í snertingu við slímdýrið í júlí þegar hún stakk sér til sunds í garði einum í Little Rock í Arkansas. Af þeim 128 einstaklingum í Bandaríkjunum sem sýkst hafa af amöbutegundinni á árunum 1962 til ársins 2012, er Kali einungis önnur sem lifir af. Móðir stúlkunnar sagði í samtali við NBC fréttastofuna að Kali ætti í erfiðleikum með talmálið en að hún gæti myndað nokkur orð, þar á meðal já, nei, mamma og pabbi. Læknar segja ástand Kali stöðugt en hún hefur þurft að dvelja í nokkrar vikur í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hin lífshættulega amöbutegund, Naegleria fowleri, lifir í heitu vatni og kemst inn í líkamann í gegnum nef manna. Þaðan þræðir hún sig svo upp að heilanum og ræðst á hann með því að éta upp heilafrumurnar. Kali var lögð inn á barnaspítalann í Arkansas hinn 19. júlí með háan hita og uppköst. Læknar komust fljótt að því hvað væri að hrjá hana og hófu strax meðferð. Hún fékk sveppadrepandi lyf sem drógu úr bólgum í heila og í kjölfarið var henni gefið tilraunalyfið Miltefosine, sem upprunlega var þróað sem lyf gegn brjóstakrabbameini. Læknar segja að niðurstöðurnar sýni engin ummerki um að slímdýrið sé lengur að finna í líkama stúlkunnar. Þeir vita þó ekki hvort tilraunalyfið hafi gert gæfumuninn en ungur drengur, sem einnig var sýktur af amöbutegundinni, lést nýverið þrátt fyrir að hafa fengið lyfið. Það er vefurinn Livescience sem greinir frá. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Hin 12 ára gamla Kali Hardig er á batavegi eftir að það uppgötvaðist að heilaétandi amaba hefði komið sér fyrir í höfði stúlkunnar. Talið er að stúlkan hafi komist í snertingu við slímdýrið í júlí þegar hún stakk sér til sunds í garði einum í Little Rock í Arkansas. Af þeim 128 einstaklingum í Bandaríkjunum sem sýkst hafa af amöbutegundinni á árunum 1962 til ársins 2012, er Kali einungis önnur sem lifir af. Móðir stúlkunnar sagði í samtali við NBC fréttastofuna að Kali ætti í erfiðleikum með talmálið en að hún gæti myndað nokkur orð, þar á meðal já, nei, mamma og pabbi. Læknar segja ástand Kali stöðugt en hún hefur þurft að dvelja í nokkrar vikur í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hin lífshættulega amöbutegund, Naegleria fowleri, lifir í heitu vatni og kemst inn í líkamann í gegnum nef manna. Þaðan þræðir hún sig svo upp að heilanum og ræðst á hann með því að éta upp heilafrumurnar. Kali var lögð inn á barnaspítalann í Arkansas hinn 19. júlí með háan hita og uppköst. Læknar komust fljótt að því hvað væri að hrjá hana og hófu strax meðferð. Hún fékk sveppadrepandi lyf sem drógu úr bólgum í heila og í kjölfarið var henni gefið tilraunalyfið Miltefosine, sem upprunlega var þróað sem lyf gegn brjóstakrabbameini. Læknar segja að niðurstöðurnar sýni engin ummerki um að slímdýrið sé lengur að finna í líkama stúlkunnar. Þeir vita þó ekki hvort tilraunalyfið hafi gert gæfumuninn en ungur drengur, sem einnig var sýktur af amöbutegundinni, lést nýverið þrátt fyrir að hafa fengið lyfið. Það er vefurinn Livescience sem greinir frá.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira