Landamærastefna Íslands rasísk í eðli sínu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. janúar 2016 10:00 Logi hefur mörg járn í eldinum og stjórnar upptökum fyrir margar af vinsælustu hljómsveitum landsins. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir ungan aldur hefur Logi Pedro Stefánsson lengi verið áberandi í íslensku tónlistarlífi, meðal annars sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar Retro Stefson. „Ég var 14 ára þegar bandið var stofnað,“ segir Logi þar sem hann tekur á móti blaðamanni í upptökuveri sínu í Þingholtsstræti í Reykjavík. Hér hefur hann komið sér upp góðri vinnuaðstöðu og er hér flesta daga að vinna að eigin músík eða að taka upp fyrir aðra. „Ég er í fullu starfi við svo margt, en þetta eru allt tónlistartengdir hlutir. Ég dj-a, spila á tónleikum og er svo með aðstöðu hér,“ segir Logi sem hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars Sturlu Atlas, Young Karin, Karo, Skítamóral og Gus Gus svo einhverjir séu nefndir. „Ég byrjaði að pæla í þessu af alvöru þegar ég fór í Tækniskólann 2014. Þá var ég að klára stúdentspróf og fór í hljóðtækni þar. Ég var búinn að pródúsera slatta fyrir það en eftir að ég útskrifaðist setti ég upp fasta og góða aðstöðu hér. Svo er ég í alls konar litlum verkefnum, gera lög fyrir auglýsingar og þannig.“Ætluðu ekki að flytja til Íslands Tónlistin hefur verið stór hluti af lífi Loga frá því hann var ungur að árum. Sex ára gamall byrjaði hann að læra á flautu, síðan gítar, trommur en fann sig svo á bassanum sem hefur verið hans helsta hljóðfæri síðan. Hljómsveitin Retro Stefson var stofnuð í Austurbæjarskóla árið 2006 og fagnar því 10 ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin hefur notið mikillar velgengni og vinnur nú að sinni fjórðu plötu. „Við ætluðum að gefa hana út á síðasta ári en ákváðum svo að geyma það fyrir tíu ára afmælið,“ segir Logi. Eldri bróðir Loga, Unnsteinn Manuel, er með honum í bandinu. Bræðurnir eiga íslenskan föður og móður frá Angóla. Þeir fluttu til Íslands þegar Logi var 3 ára og Unnsteinn 5 ára. „Við fluttum hingað af tilviljun, það stóð ekki til. Við komum hingað í frí. Mamma veiktist og við urðum eftir hér,“ segir hann. Móðir hans, Ana Maria Unnsteinsson, var með alvarlega nýrnabilun og hefur þrisvar þurft á nýrnaígræðslu að halda. Áður höfðu læknar í Portúgal ranglega greint móður hans með aðra kvilla og hún var sett á lyf sem höfðu áhrif á nýru hennar. „Hún hefur oft verið mikið veik. Hún var mikið veik áður en hún fékk nýra síðast árið 2013 en hún var heppin að fá nýra þá.“ Foreldrar hans kynntust í Portúgal þar sem faðir hans var með saltfiskútgerð. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í strætóskýli í borginni. Móðir hans er þó upprunalega frá Angóla en flutti til Portúgals eftir að faðir hennar lést. „Hún er úr mjög stórri fjölskyldu og átti 25 systkini. Þegar faðir hennar dó þá fór hún með portúgalskri fjölskyldu til Portúgals og var húshjálpin þeirra.“ Þegar móðir Loga veiktist varð hún eftir á Íslandi ásamt bræðrunum en faðir þeirra bjó áfram í Portúgal en flutti aftur til Íslands í kringum aldamótin.Erfiðara að eiga ekki bakland Logi þekkir það því af eigin raun að vera innflytjandi á Íslandi. „Ég held það breyti samt svolitlu fyrir okkur Unnstein er að við erum hálfíslenskir. Við eigum íslenska fjölskyldu, en fyrir marga krakkana sem voru að flytja frá Filippseyjum til dæmis var ekki jafn aðgengilegt að komast inn í samfélagið, þau áttu ekkert bakland hér á landi. Það gat verið erfiðara fyrir þau að komast inn í hópinn og eðlilega varð kannski meiri hópamyndun hjá þeim sem komu frá sama landi.“ Logi var í Austurbæjarskóla sem var fjölmenningarlegur skóli. „Þangað komu flestir innflytjendur sem fluttu til Reykjavíkur. Það er ekkert djók að flytja til Íslands og eiga enga fjölskyldu hér heima, það er ekkert grín að aðlagast. Að fá samþykki inn í samfélagið. Umhverfið er öðruvísi, matargerðin er allt öðruvísi og fólki finnst margt svo skrítið. Íslenska samfélagið bauð heldur ekki upp á það að þau væru jafn mikið inni í því og allir hinir. Sem er algjör synd.“ Hann segir að þrátt fyrir uppruna sinn hafi hann ekki upplifað mikla fordóma í sinn garð. „Enga markvissa. Auðvitað einhverja en ekki þannig að ég pæli í því. Þegar ég var lítill þá var fólk stundum að tala við mann ensku en það er bara beisik. Ég hef sjálfur lent í því að gera ráð fyrir að einhver sé ekki frá Íslandi. Það kemur fyrir. Ef þú hittir einhvern og veist ekki hvort hann er íslenskur þá áttu bara að gera ráð fyrir að hann sé íslenskur og tala við hann á íslensku,“ segir hann.Rasísk landamærastefna „Ég upplifi mig ekki öðruvísi og hef aldrei gert það en ég upplifi oft að ég sé ekki partur af ákveðnum þankagangi eða ég sjái hlutina öðruvísi heldur en flestir. Eins og þegar kemur að málefnum innflytjenda eða trúarhópa.“ Hann útskýrir að líklega sé hann ekki hinn týpíski Íslendingur þegar kemur að þessu. Fjölskyldan hafi verið í kaþólsku kirkjunni og vinahópur mömmu hans hafi að mestu verið innflytjendur. Hann hafi því oft aðra sýn á málin. „Ég var í sunnudagaskóla á laugardögum í Landakotskirkju hjá Margréti Muller. Hún var mjög leiðinleg við alla. Við tókum fyrstu altarisgönguna okkar þarna, við Unnsteinn. Svo var mamma að vinna á Sælukoti sem er Ananda Marga leikskóli, svo eru allir vinir hennar mömmu innflytjendur sem koma alls staðar að. Ég held að fólkið sem var í kringum mig hafi verið fjölbreyttara en flestir eru vanir.“ Logi hefur sterkar skoðanir á þeirri stefnu sem við rekum í flóttamannamálum. Það vakti athygli þegar hann setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrir nokkrum vikum þegar var verið að fjalla um málefni sýrlenskrar fjölskyldu sem senda átti úr landi. Þar sagði hann sýrlensku systurnar minna sig á þá bræður þegar þeir voru á leikskólanum Grænuborg. „Mér finnst við búa í ákveðnu „fokked“ samfélagi. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu einangrað Ísland er. Þetta er flókið mál að því leyti að landamæri, sérstaklega landamærastefna eins og Ísland rekur, eru í eðli sínu rasísk. Þú mátt ekki koma hingað nema þú sért frá ákveðnu landi eða með ákveðinn bakgrunn. Ég skil það að vissu leyti en það þarf einhverja nýja nálgun á þetta. Þegar kemur að því að tala um, eins og Hannes Hólmsteinn gerir, að við viljum ekki fá unga ómenntaða karlmenn frá stríðshrjáðum löndum, er það bara menningarrasismi. Ég get ekki sagt að við eigum bara að opna landamærin og sjá hvað gerist, en ég get sagt að það sem er í gangi er rasískt.“ Hann segir almenning ekki vilja að svona sé tekið á málum flóttafólks eins og verið hefur undanfarið og vonandi fari stjórnvöld að hugsa hlutina upp á nýtt. „Eins og við sjáum með albönsku fjölskyldurnar, þetta er bara fólk í alls konar aðstæðum, það er engin lógík í því að segja bara þið eruð frá Albaníu, því miður. Reiði fólks sýndi að við viljum ekki taka svona á málunum. Við viljum fá einhverja nýja nálgun, ég veit ekki hver sú nálgun er en sú sem er í gangi núna er hrikaleg.“Skemmtilegra í dag Logi segir að það sé langt frá því að hann sé kominn með leiða á tónlistinni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Retro Stefson spilaði á fyrstu stóru tónleikunum fyrir bráðum áratug. „Við spiluðum fyrst á Airwaves 2006. Þá var ég 14 ára. Það var megavesen af því að okkur var ekki hleypt inn á staðinn. Egill Tómasson, sem þá var að vinna fyrir Airwaves, þurfti að koma og öskra á einhverja menn og við fengum að spila,“ segir hann hlæjandi. Hljómsveitin spilaði ekki mikið á síðasta ári. Árin á undan voru þau mikið á tónleikaferðalagi en spila meira núna á stærri og færri viðburðum. „Við túruðum mikið 2011-13 og svo aðeins árið 2014.“ Á þessu tímabili bjuggu þau meðal annars í Berlín og hafa spilað í yfir 30 löndum. Hann segir lífið á tónleikaferðalögum nokkuð ljúft. „Þetta er bara kósí, maður er ekki að gera neitt annað. Þetta er samt ekkert glæsilíf, við höfum alveg spilað á góðum hátíðum og fullt af góðum tónleikum en það eru líka tónleikar inn á milli sem eru bara hark.“ Logi segir þau ekki græða mikið á tónleikaferðalögum en þau tapi ekki heldur. „Það er erfitt að borga níu manns full laun fyrir þetta.“ Það er stundum sagt að mikið djamm fylgi tónlistarlífinu og Logi segir alveg eitthvað til í því. „Jú, algjörlega en maður kjarnar sig bara af og til. Þegar Retro er að túra og svona þá er aldrei neitt um eiturlyf eða svoleiðis. En maður er kannski að taka 3-4 mánaða túr og maður fær sér bjór alla dagana. Maður hefur ekkert annað að gera en að vera úti í bíl, spila á tónleikum og fá sér bjór. En það eru aldrei eiturlyf eða neitt svoleiðis, við erum með mjög skýra stefnu hvað má gera og hvað ekki.“ Logi segir skemmtilegra að spila á tónleikum núna en þegar þau voru að byrja. „Mér líður eins og að þangað til ég var 19 ára hafi ég bara verið að fljóta með án þess að pæla. Mér líður eins og ég hafi vaknað.“ Nú vinnur hljómsveitin hörðum höndum að fjórðu plötu sinni. „Við ætluðum að gefa hana út á síðasta ári en ákváðum að bíða fram að 10 ára afmælinu.“ Logi segist vera í draumastarfinu; að vinna við tónlist en sér samt fyrir sér að gera fleiri hluti samhliða því í framtíðinni. „Við erum með framleiðslufyrirtæki og höfum tekið að okkur nokkrar auglýsingar og gerðum sjónvarpsseríu fyrir Bravó um íslenska tónlistarmenn. Ég væri til í að gera meira af þessu og fara út í alls konar svona þessu tengt í framtíðinni.“ Airwaves Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Logi Pedro Stefánsson lengi verið áberandi í íslensku tónlistarlífi, meðal annars sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar Retro Stefson. „Ég var 14 ára þegar bandið var stofnað,“ segir Logi þar sem hann tekur á móti blaðamanni í upptökuveri sínu í Þingholtsstræti í Reykjavík. Hér hefur hann komið sér upp góðri vinnuaðstöðu og er hér flesta daga að vinna að eigin músík eða að taka upp fyrir aðra. „Ég er í fullu starfi við svo margt, en þetta eru allt tónlistartengdir hlutir. Ég dj-a, spila á tónleikum og er svo með aðstöðu hér,“ segir Logi sem hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars Sturlu Atlas, Young Karin, Karo, Skítamóral og Gus Gus svo einhverjir séu nefndir. „Ég byrjaði að pæla í þessu af alvöru þegar ég fór í Tækniskólann 2014. Þá var ég að klára stúdentspróf og fór í hljóðtækni þar. Ég var búinn að pródúsera slatta fyrir það en eftir að ég útskrifaðist setti ég upp fasta og góða aðstöðu hér. Svo er ég í alls konar litlum verkefnum, gera lög fyrir auglýsingar og þannig.“Ætluðu ekki að flytja til Íslands Tónlistin hefur verið stór hluti af lífi Loga frá því hann var ungur að árum. Sex ára gamall byrjaði hann að læra á flautu, síðan gítar, trommur en fann sig svo á bassanum sem hefur verið hans helsta hljóðfæri síðan. Hljómsveitin Retro Stefson var stofnuð í Austurbæjarskóla árið 2006 og fagnar því 10 ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin hefur notið mikillar velgengni og vinnur nú að sinni fjórðu plötu. „Við ætluðum að gefa hana út á síðasta ári en ákváðum svo að geyma það fyrir tíu ára afmælið,“ segir Logi. Eldri bróðir Loga, Unnsteinn Manuel, er með honum í bandinu. Bræðurnir eiga íslenskan föður og móður frá Angóla. Þeir fluttu til Íslands þegar Logi var 3 ára og Unnsteinn 5 ára. „Við fluttum hingað af tilviljun, það stóð ekki til. Við komum hingað í frí. Mamma veiktist og við urðum eftir hér,“ segir hann. Móðir hans, Ana Maria Unnsteinsson, var með alvarlega nýrnabilun og hefur þrisvar þurft á nýrnaígræðslu að halda. Áður höfðu læknar í Portúgal ranglega greint móður hans með aðra kvilla og hún var sett á lyf sem höfðu áhrif á nýru hennar. „Hún hefur oft verið mikið veik. Hún var mikið veik áður en hún fékk nýra síðast árið 2013 en hún var heppin að fá nýra þá.“ Foreldrar hans kynntust í Portúgal þar sem faðir hans var með saltfiskútgerð. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í strætóskýli í borginni. Móðir hans er þó upprunalega frá Angóla en flutti til Portúgals eftir að faðir hennar lést. „Hún er úr mjög stórri fjölskyldu og átti 25 systkini. Þegar faðir hennar dó þá fór hún með portúgalskri fjölskyldu til Portúgals og var húshjálpin þeirra.“ Þegar móðir Loga veiktist varð hún eftir á Íslandi ásamt bræðrunum en faðir þeirra bjó áfram í Portúgal en flutti aftur til Íslands í kringum aldamótin.Erfiðara að eiga ekki bakland Logi þekkir það því af eigin raun að vera innflytjandi á Íslandi. „Ég held það breyti samt svolitlu fyrir okkur Unnstein er að við erum hálfíslenskir. Við eigum íslenska fjölskyldu, en fyrir marga krakkana sem voru að flytja frá Filippseyjum til dæmis var ekki jafn aðgengilegt að komast inn í samfélagið, þau áttu ekkert bakland hér á landi. Það gat verið erfiðara fyrir þau að komast inn í hópinn og eðlilega varð kannski meiri hópamyndun hjá þeim sem komu frá sama landi.“ Logi var í Austurbæjarskóla sem var fjölmenningarlegur skóli. „Þangað komu flestir innflytjendur sem fluttu til Reykjavíkur. Það er ekkert djók að flytja til Íslands og eiga enga fjölskyldu hér heima, það er ekkert grín að aðlagast. Að fá samþykki inn í samfélagið. Umhverfið er öðruvísi, matargerðin er allt öðruvísi og fólki finnst margt svo skrítið. Íslenska samfélagið bauð heldur ekki upp á það að þau væru jafn mikið inni í því og allir hinir. Sem er algjör synd.“ Hann segir að þrátt fyrir uppruna sinn hafi hann ekki upplifað mikla fordóma í sinn garð. „Enga markvissa. Auðvitað einhverja en ekki þannig að ég pæli í því. Þegar ég var lítill þá var fólk stundum að tala við mann ensku en það er bara beisik. Ég hef sjálfur lent í því að gera ráð fyrir að einhver sé ekki frá Íslandi. Það kemur fyrir. Ef þú hittir einhvern og veist ekki hvort hann er íslenskur þá áttu bara að gera ráð fyrir að hann sé íslenskur og tala við hann á íslensku,“ segir hann.Rasísk landamærastefna „Ég upplifi mig ekki öðruvísi og hef aldrei gert það en ég upplifi oft að ég sé ekki partur af ákveðnum þankagangi eða ég sjái hlutina öðruvísi heldur en flestir. Eins og þegar kemur að málefnum innflytjenda eða trúarhópa.“ Hann útskýrir að líklega sé hann ekki hinn týpíski Íslendingur þegar kemur að þessu. Fjölskyldan hafi verið í kaþólsku kirkjunni og vinahópur mömmu hans hafi að mestu verið innflytjendur. Hann hafi því oft aðra sýn á málin. „Ég var í sunnudagaskóla á laugardögum í Landakotskirkju hjá Margréti Muller. Hún var mjög leiðinleg við alla. Við tókum fyrstu altarisgönguna okkar þarna, við Unnsteinn. Svo var mamma að vinna á Sælukoti sem er Ananda Marga leikskóli, svo eru allir vinir hennar mömmu innflytjendur sem koma alls staðar að. Ég held að fólkið sem var í kringum mig hafi verið fjölbreyttara en flestir eru vanir.“ Logi hefur sterkar skoðanir á þeirri stefnu sem við rekum í flóttamannamálum. Það vakti athygli þegar hann setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrir nokkrum vikum þegar var verið að fjalla um málefni sýrlenskrar fjölskyldu sem senda átti úr landi. Þar sagði hann sýrlensku systurnar minna sig á þá bræður þegar þeir voru á leikskólanum Grænuborg. „Mér finnst við búa í ákveðnu „fokked“ samfélagi. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu einangrað Ísland er. Þetta er flókið mál að því leyti að landamæri, sérstaklega landamærastefna eins og Ísland rekur, eru í eðli sínu rasísk. Þú mátt ekki koma hingað nema þú sért frá ákveðnu landi eða með ákveðinn bakgrunn. Ég skil það að vissu leyti en það þarf einhverja nýja nálgun á þetta. Þegar kemur að því að tala um, eins og Hannes Hólmsteinn gerir, að við viljum ekki fá unga ómenntaða karlmenn frá stríðshrjáðum löndum, er það bara menningarrasismi. Ég get ekki sagt að við eigum bara að opna landamærin og sjá hvað gerist, en ég get sagt að það sem er í gangi er rasískt.“ Hann segir almenning ekki vilja að svona sé tekið á málum flóttafólks eins og verið hefur undanfarið og vonandi fari stjórnvöld að hugsa hlutina upp á nýtt. „Eins og við sjáum með albönsku fjölskyldurnar, þetta er bara fólk í alls konar aðstæðum, það er engin lógík í því að segja bara þið eruð frá Albaníu, því miður. Reiði fólks sýndi að við viljum ekki taka svona á málunum. Við viljum fá einhverja nýja nálgun, ég veit ekki hver sú nálgun er en sú sem er í gangi núna er hrikaleg.“Skemmtilegra í dag Logi segir að það sé langt frá því að hann sé kominn með leiða á tónlistinni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Retro Stefson spilaði á fyrstu stóru tónleikunum fyrir bráðum áratug. „Við spiluðum fyrst á Airwaves 2006. Þá var ég 14 ára. Það var megavesen af því að okkur var ekki hleypt inn á staðinn. Egill Tómasson, sem þá var að vinna fyrir Airwaves, þurfti að koma og öskra á einhverja menn og við fengum að spila,“ segir hann hlæjandi. Hljómsveitin spilaði ekki mikið á síðasta ári. Árin á undan voru þau mikið á tónleikaferðalagi en spila meira núna á stærri og færri viðburðum. „Við túruðum mikið 2011-13 og svo aðeins árið 2014.“ Á þessu tímabili bjuggu þau meðal annars í Berlín og hafa spilað í yfir 30 löndum. Hann segir lífið á tónleikaferðalögum nokkuð ljúft. „Þetta er bara kósí, maður er ekki að gera neitt annað. Þetta er samt ekkert glæsilíf, við höfum alveg spilað á góðum hátíðum og fullt af góðum tónleikum en það eru líka tónleikar inn á milli sem eru bara hark.“ Logi segir þau ekki græða mikið á tónleikaferðalögum en þau tapi ekki heldur. „Það er erfitt að borga níu manns full laun fyrir þetta.“ Það er stundum sagt að mikið djamm fylgi tónlistarlífinu og Logi segir alveg eitthvað til í því. „Jú, algjörlega en maður kjarnar sig bara af og til. Þegar Retro er að túra og svona þá er aldrei neitt um eiturlyf eða svoleiðis. En maður er kannski að taka 3-4 mánaða túr og maður fær sér bjór alla dagana. Maður hefur ekkert annað að gera en að vera úti í bíl, spila á tónleikum og fá sér bjór. En það eru aldrei eiturlyf eða neitt svoleiðis, við erum með mjög skýra stefnu hvað má gera og hvað ekki.“ Logi segir skemmtilegra að spila á tónleikum núna en þegar þau voru að byrja. „Mér líður eins og að þangað til ég var 19 ára hafi ég bara verið að fljóta með án þess að pæla. Mér líður eins og ég hafi vaknað.“ Nú vinnur hljómsveitin hörðum höndum að fjórðu plötu sinni. „Við ætluðum að gefa hana út á síðasta ári en ákváðum að bíða fram að 10 ára afmælinu.“ Logi segist vera í draumastarfinu; að vinna við tónlist en sér samt fyrir sér að gera fleiri hluti samhliða því í framtíðinni. „Við erum með framleiðslufyrirtæki og höfum tekið að okkur nokkrar auglýsingar og gerðum sjónvarpsseríu fyrir Bravó um íslenska tónlistarmenn. Ég væri til í að gera meira af þessu og fara út í alls konar svona þessu tengt í framtíðinni.“
Airwaves Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira