Vill heimila lán sem Seðlabankinn telur „verulega ógn“ stafa af Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2016 20:42 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, freistar þess nú í annað sinn með lagafrumvarpi að heimila erlend lán til einstaklinga og lögaðila sem hafa ekki tekjur í öðru en krónum. Seðlabankinn hefur hefur ítrekað varað við því að lántökur til þeirra sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum verði heimilaðar, en þeim viðvörunarorðum hefur ekki verið sinnt. Fjármálaráðherra lagði frumvarp um sama efni á síðasta þingi en það náði ekki fram að ganga. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun að fortakslaust bann við erlendum lánum væri brot á EES-samningnum. Framlagning frumvarpsins er liður í því að bregðast við ákvörðun ESA. Það skal áréttað að ESA taldi „fortakslaust bann“ ekki ganga. Það þýðir ekki að stofnunin telji að á Íslandi geti ekki verið nokkurs konar takmarkanir á gjaldeyrislánum. Verði frumvarp Bjarna að lögum verður opnað á lán í erlendri mynt til einstaklinga sem hafa eingöngu tekjur í krónum og geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum. Í raun er bara um endurtekið efni að ræða frá gjaldeyris- og bankahruninu. Þá er ábyrgð vegna banns við slíkum lánum til einstaklinga, sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum, færð frá löggjafanum til embættismanna Seðlabankans.Gott fyrir sum fyrirtæki Fyrir þau fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendri mynt, svo sem útflutningsfyrirtæki eða aðila í ferðaþjónustu, getur verið eðlilegt og skynsamlegt að hafa lán í erlendri mynt. Ef gengi krónunnar styrkist og tekjur lækka er hagstætt að skuldir lækki á sama tíma. Við veikingu krónunnar þolir viðkomandi fyrirtæki aftur hækkun skulda þar sem tekjur hækka. Þetta gildir ekki um einstakling sem hefur tekjur í krónum. Við snögglegt gengisfall situr hann uppi með lán sem hefur hækkað mikið og hefur ekki peninga til að verja sig fyrir gengissveiflum, til dæmis með afleiðusamningum. Þetta er það sem þúsundir einstaklinga lentu í í banka- og gjaldeyrishruninu.Kerfinu í heild stafar „veruleg ógn af“ þessum lánum Það er fróðlegt að skoða umsagnir og all nokkur minnisblöð frá Seðlabankanum sem vara eindregið og ítrekað við því að lántökur til lántaka sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum verði heimilaðar. Í einu minnisblaði Seðlabankans segir um lán í erlendum gjaldmiðlum til óvarinna einstaklinga og lögaðila: „Slíkar lánveitingar eru ekki aðeins varasamar fyrir einstaka lántaka sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu heldur getur einstökum lánveitendum og fjármálakerfinu í heild stafað veruleg ógn af ef óvarlega er farið í útlánastarfsemi af þessum toga og ef gengisáhætta raungerist.“ Seðlabankinn hafði svo miklar áhyggjur af frumvarpinu að hann sá sig knúinn til að svara athugasemdum fjármálaráðuneytisins alls sjö sinnum. Það hlýtur að teljast fáheyrt í lagasetningu hér á landi. Í síðasta minnisblaði sínu segist Seðlabanki tilbúinn að leyfa óvarðar lántökur ef hann fái alveg óskoraða heimild til að banna þær.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Er ekki löggjafinn að skella skollaeyrum við athugasemdum Seðlabankans í þessu máli ef frumvarpið verður að lögum? „Þetta eru vissulega vonbrigði vegna þess að það er áhætta fyrir lántaka að taka lán í annarri mynt en hann hefur tekjur og eignir í. En það grefur líka undan fjármálastöðugleika, eins og kemur fram í umsögnum bæði Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, það grefur undan stöðugleika gjaldmiðilsins og það getur líka grafið undan peningastefnunni,“ segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem er á móti frumvarpi ráðherrans í núverandi mynd. Frosti segir þetta líka spurningu um misskiptinguna sem af þessu hlýst. „Þetta er semsagt hópur sem væntanlega hefur mjög miklar tekjur í krónum sem getur gert þetta. Allur almenningur getur ekki gert það en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði?“ Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, freistar þess nú í annað sinn með lagafrumvarpi að heimila erlend lán til einstaklinga og lögaðila sem hafa ekki tekjur í öðru en krónum. Seðlabankinn hefur hefur ítrekað varað við því að lántökur til þeirra sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum verði heimilaðar, en þeim viðvörunarorðum hefur ekki verið sinnt. Fjármálaráðherra lagði frumvarp um sama efni á síðasta þingi en það náði ekki fram að ganga. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun að fortakslaust bann við erlendum lánum væri brot á EES-samningnum. Framlagning frumvarpsins er liður í því að bregðast við ákvörðun ESA. Það skal áréttað að ESA taldi „fortakslaust bann“ ekki ganga. Það þýðir ekki að stofnunin telji að á Íslandi geti ekki verið nokkurs konar takmarkanir á gjaldeyrislánum. Verði frumvarp Bjarna að lögum verður opnað á lán í erlendri mynt til einstaklinga sem hafa eingöngu tekjur í krónum og geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum. Í raun er bara um endurtekið efni að ræða frá gjaldeyris- og bankahruninu. Þá er ábyrgð vegna banns við slíkum lánum til einstaklinga, sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum, færð frá löggjafanum til embættismanna Seðlabankans.Gott fyrir sum fyrirtæki Fyrir þau fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendri mynt, svo sem útflutningsfyrirtæki eða aðila í ferðaþjónustu, getur verið eðlilegt og skynsamlegt að hafa lán í erlendri mynt. Ef gengi krónunnar styrkist og tekjur lækka er hagstætt að skuldir lækki á sama tíma. Við veikingu krónunnar þolir viðkomandi fyrirtæki aftur hækkun skulda þar sem tekjur hækka. Þetta gildir ekki um einstakling sem hefur tekjur í krónum. Við snögglegt gengisfall situr hann uppi með lán sem hefur hækkað mikið og hefur ekki peninga til að verja sig fyrir gengissveiflum, til dæmis með afleiðusamningum. Þetta er það sem þúsundir einstaklinga lentu í í banka- og gjaldeyrishruninu.Kerfinu í heild stafar „veruleg ógn af“ þessum lánum Það er fróðlegt að skoða umsagnir og all nokkur minnisblöð frá Seðlabankanum sem vara eindregið og ítrekað við því að lántökur til lántaka sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum verði heimilaðar. Í einu minnisblaði Seðlabankans segir um lán í erlendum gjaldmiðlum til óvarinna einstaklinga og lögaðila: „Slíkar lánveitingar eru ekki aðeins varasamar fyrir einstaka lántaka sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu heldur getur einstökum lánveitendum og fjármálakerfinu í heild stafað veruleg ógn af ef óvarlega er farið í útlánastarfsemi af þessum toga og ef gengisáhætta raungerist.“ Seðlabankinn hafði svo miklar áhyggjur af frumvarpinu að hann sá sig knúinn til að svara athugasemdum fjármálaráðuneytisins alls sjö sinnum. Það hlýtur að teljast fáheyrt í lagasetningu hér á landi. Í síðasta minnisblaði sínu segist Seðlabanki tilbúinn að leyfa óvarðar lántökur ef hann fái alveg óskoraða heimild til að banna þær.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Er ekki löggjafinn að skella skollaeyrum við athugasemdum Seðlabankans í þessu máli ef frumvarpið verður að lögum? „Þetta eru vissulega vonbrigði vegna þess að það er áhætta fyrir lántaka að taka lán í annarri mynt en hann hefur tekjur og eignir í. En það grefur líka undan fjármálastöðugleika, eins og kemur fram í umsögnum bæði Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, það grefur undan stöðugleika gjaldmiðilsins og það getur líka grafið undan peningastefnunni,“ segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem er á móti frumvarpi ráðherrans í núverandi mynd. Frosti segir þetta líka spurningu um misskiptinguna sem af þessu hlýst. „Þetta er semsagt hópur sem væntanlega hefur mjög miklar tekjur í krónum sem getur gert þetta. Allur almenningur getur ekki gert það en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði?“
Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira