Huggulegur maður Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 20:00 Rokkarinn Rúnar Þór Pétursson hefur mætt með gítarinn og ráma rödd sína til að skemmta landsmönnum um hverja helgi í brátt 30 ár. Hann verður ekki sextugur í haust. „Nei, ég verð ekki sextugur í september þótt tímatalið segi svo. Það tekur mig þrjú ár að lifa venjulegt ár og því er ég ekki nema 44 til 46 ára. Ég lifi hægar en aðrir og á réttum tíma,“ segir Rúnar, sem sleppir úr dögum einu sinni til tvisvar í mánuði. „Með því að sleppa úr degi græðir maður aðra þrjátíu. Það finnur maður strax á heilsunni og mun öflugri orku. Mér líður því nákvæmlega eins og 45 ára en finnst á sama tíma sniðugt að verða sextugur á tímatalinu í haust og er fullur tilhlökkunar.“ Rúnar hefur spilað á böllum nánast allar helgar síðastliðin 28 ár. Hann spilar reglulega á Kringlukránni, Cafe Catalinu og víðar þar sem fólk vill skemmta sér. „Já, ég trekki alltaf að. Annars væri þessu sjálfhætt. 28 ára spilamennska er gæðastimpill og liggur ljóst fyrir að eitthvað er vel unnið þegar fólk er í sömu vinnu svo lengi; sama hver vinnan er,“ segir Rúnar, sem á böllum spilar allra handa tónlist; eigin lög og annarra. „Ætli aðsóknin sé ekki góð vegna þess að ég spila ekki eingöngu fyrir sjálfan mig. Ég spila ekki hátt og ég spila hvaða lag sem er því það sem öðrum þykir hallærislegt er hallærislegra að segja. Sá sem vogar sér að segja ákveðið lag vera lélegt er á sama tíma að viðurkenna að hann sjái ekki lengra nefi sínu. Góður flytjandi getur gert hvaða lag sem er gott.“ Rúnar á sér stóran hóp aðdáenda og þar er konur í meirihluta. „Tónlistarmaður er eins og verslun; ef enginn kemur að kaupa er búðinni lokað. Ég get svo ekki útskýrt hvers vegna konur fylgja mér eftir en er ég ekki bara huggulegur maður? Konur fylgja gjarnan tónlistarmönnum eftir en ég hef líka séð þær sniðganga menn í hljómsveitum. Það er alltaf einn og einn með þessa útgeislun og kannski er það röddin eða það að maður drekkur hvorki né reykir. Það er meira varið í það. Reyklaus maður finnur ólykt af reykingafólki og enginn heilbrigður maður hefur áhuga á drukkinni konu lengi og öfugt,“ svarar Rúnar. Hann segir marga hafa fylgt sér lengi en að nýir áheyrendur bætist líka í hópinn. „Unga kynslóðin þekkir mig í gegnum foreldra sína og kemur stundum til að biðja um óskalag sem það heyrði heima. Það þykir mér vænt um og alltaf gaman þegar fólk miðlar tónlist minni áfram. Það eru forréttindi að fá að starfa svona lengi í tónlist og það er aldrei leiðinlegt. Fyrst og fremst er þetta vinna og mér þykir skemmtilegast að fá útborgað en líka einstakt að hafa getað keyrt um landið þvert og endilangt í hartnær þrjá áratugi. Það hefur mér alltaf þótt skemmtilegast; að gefa sér tíma, keyra, stoppa og skoða. Ég fer yfirleitt nokkrum dögum fyrr af stað þegar ég spila úti á landi til að geta verið einn eða með fleirum úti í náttúrunni.“ Rúnar er sjö barna faðir og virkur sem slíkur. „Ég á oftast frí á virkum dögum og því iðulega að keyra og skutla alla vikuna. Það besta sem ég veit er einmitt að skutla, fara á bílasölur, horfa á íþróttir og góðar bíómyndir og synda í Sundhöll Reykjavíkur. Þegar maður elst upp á Ísafirði endar maður í öllum íþróttum og fram til sextán ára æfði ég sund, fótbolta og skíði og var nokkuð góður í því öllu. Fyrir tveimur árum þurfti ég að hætta í boltanum vegna ónýts hnés en hafði fram að því spilað fótbolta með gömlum Ísfirðingum. Við höldum árlegt Púkamót fyrir vestan aðra helgina í júlí og þá spila ég á balli og fer eitthvað aðeins inn á völlinn,“ segir Rúnar, sem er Liverpool-maður og fer iðulega til Englands á fótboltaleiki. „Ég gæti þó þurft að halda með Cardiff í vetur því Aron Einarsson landsliðsfyrirliði er hálfbróðir sonar míns og spilar með liðinu sem er komið í úrvalsdeild.“ Rúnar á íbúð á Ísafirði en hefur verið búsettur í höfuðstaðnum undanfarin fjörtíu ár. „Ég fer aldrei nógu oft á Ísafjörð en er sáttur hvar sem ég er og ekki mikið í sálarflækjum. Það er hægt að búa hvar sem er í tónlist en ég skrapp til Reykjavíkur þegar ég var tvítugur og er ekki enn lagður af stað heim.“ Rúnar hefur aldrei átt vekjaraklukku og fer aldrei í háttinn fyrr en undir morgun. „Fólki finnst það kannski skrýtið en ekki ef ég væri næturvörður. Ég fæddist klukkan hálfþrjú að degi til og finnst best að vakna hálfþrjú. Ég áttaði mig fyrir löngu á því að vilji maður eldast vel á maður að vakna á fæðingartímanum. Þar stillist klukkan og af þeim sökum eldist fólk misjafnlega. Ég horfði upp á fertuga félaga mína verða gamla fyrir aldur fram af því þeir höfðu vaknað á vitlausum tíma alla ævi. Ef allir gerðu rétt mundi lífið ganga einfaldar fyrir sig, færri vera á götunum og í búðunum og þannig mun þetta allt enda. Við erum lengi að átta okkur á hvað lífið er.“ Eitt af því sem Rúnar gerir sér til skemmtunar á nóttunni er að rúnta með vini um bílasölur. „Þegar ég hætti að drekka nennti ég ekki lengur að rúnta niður Laugaveg og upp Hverfisgötu. Við breyttum þeim stutta og þreytandi rúnti því yfir í bílasölurúnt. Þangað er lengra á milli staða, meiri ró og mun skemmtilegra að skoða bíla en drukkið fólk á Laugaveginum.“ Rúnar hefur ekki gefið út sólóplötu síðan 1996 og segist ekki vita hvort hann nenni meiri útgáfu en sem nemur einu og einu lagi. Nóg er þó til af efni. „Ég á ekkert uppáhaldslag með sjálfum mér og tek undir orð Ingimars Eydals heitins sem sagði þetta allt eitt lag en misjafnlega útsett,“ segir Rúnar og þvertekur fyrir að hafa verið utangarðs í íslenskri tónlistarumfjöllun. „Ég hef alltaf fengið mjög fína spilun og góðar móttökur. Ég er hins vegar ekki oft í fjölmiðlum þótt ég gæti verið reglulega í viðtölum og setið við tölvuna heima að kjósa lag með sjálfum mér á vinsældalistann eða fengið vini til þess eins og gert er á Facebook. Það kalla ég ekki vinsældalista en svoleiðis hefur þetta alltaf verið á Íslandi. Menn hafa gert sig vinsæla og mörg lög sem landsmenn syngja hástöfum voru gerð vinsæl en áttu í raun ekkert erindi frekar en önnur lög. Ég er því með nógu mikla útvarpsspilun og finnst ekkert varið í að vera stanslaust í spilun.“ Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokkarinn Rúnar Þór Pétursson hefur mætt með gítarinn og ráma rödd sína til að skemmta landsmönnum um hverja helgi í brátt 30 ár. Hann verður ekki sextugur í haust. „Nei, ég verð ekki sextugur í september þótt tímatalið segi svo. Það tekur mig þrjú ár að lifa venjulegt ár og því er ég ekki nema 44 til 46 ára. Ég lifi hægar en aðrir og á réttum tíma,“ segir Rúnar, sem sleppir úr dögum einu sinni til tvisvar í mánuði. „Með því að sleppa úr degi græðir maður aðra þrjátíu. Það finnur maður strax á heilsunni og mun öflugri orku. Mér líður því nákvæmlega eins og 45 ára en finnst á sama tíma sniðugt að verða sextugur á tímatalinu í haust og er fullur tilhlökkunar.“ Rúnar hefur spilað á böllum nánast allar helgar síðastliðin 28 ár. Hann spilar reglulega á Kringlukránni, Cafe Catalinu og víðar þar sem fólk vill skemmta sér. „Já, ég trekki alltaf að. Annars væri þessu sjálfhætt. 28 ára spilamennska er gæðastimpill og liggur ljóst fyrir að eitthvað er vel unnið þegar fólk er í sömu vinnu svo lengi; sama hver vinnan er,“ segir Rúnar, sem á böllum spilar allra handa tónlist; eigin lög og annarra. „Ætli aðsóknin sé ekki góð vegna þess að ég spila ekki eingöngu fyrir sjálfan mig. Ég spila ekki hátt og ég spila hvaða lag sem er því það sem öðrum þykir hallærislegt er hallærislegra að segja. Sá sem vogar sér að segja ákveðið lag vera lélegt er á sama tíma að viðurkenna að hann sjái ekki lengra nefi sínu. Góður flytjandi getur gert hvaða lag sem er gott.“ Rúnar á sér stóran hóp aðdáenda og þar er konur í meirihluta. „Tónlistarmaður er eins og verslun; ef enginn kemur að kaupa er búðinni lokað. Ég get svo ekki útskýrt hvers vegna konur fylgja mér eftir en er ég ekki bara huggulegur maður? Konur fylgja gjarnan tónlistarmönnum eftir en ég hef líka séð þær sniðganga menn í hljómsveitum. Það er alltaf einn og einn með þessa útgeislun og kannski er það röddin eða það að maður drekkur hvorki né reykir. Það er meira varið í það. Reyklaus maður finnur ólykt af reykingafólki og enginn heilbrigður maður hefur áhuga á drukkinni konu lengi og öfugt,“ svarar Rúnar. Hann segir marga hafa fylgt sér lengi en að nýir áheyrendur bætist líka í hópinn. „Unga kynslóðin þekkir mig í gegnum foreldra sína og kemur stundum til að biðja um óskalag sem það heyrði heima. Það þykir mér vænt um og alltaf gaman þegar fólk miðlar tónlist minni áfram. Það eru forréttindi að fá að starfa svona lengi í tónlist og það er aldrei leiðinlegt. Fyrst og fremst er þetta vinna og mér þykir skemmtilegast að fá útborgað en líka einstakt að hafa getað keyrt um landið þvert og endilangt í hartnær þrjá áratugi. Það hefur mér alltaf þótt skemmtilegast; að gefa sér tíma, keyra, stoppa og skoða. Ég fer yfirleitt nokkrum dögum fyrr af stað þegar ég spila úti á landi til að geta verið einn eða með fleirum úti í náttúrunni.“ Rúnar er sjö barna faðir og virkur sem slíkur. „Ég á oftast frí á virkum dögum og því iðulega að keyra og skutla alla vikuna. Það besta sem ég veit er einmitt að skutla, fara á bílasölur, horfa á íþróttir og góðar bíómyndir og synda í Sundhöll Reykjavíkur. Þegar maður elst upp á Ísafirði endar maður í öllum íþróttum og fram til sextán ára æfði ég sund, fótbolta og skíði og var nokkuð góður í því öllu. Fyrir tveimur árum þurfti ég að hætta í boltanum vegna ónýts hnés en hafði fram að því spilað fótbolta með gömlum Ísfirðingum. Við höldum árlegt Púkamót fyrir vestan aðra helgina í júlí og þá spila ég á balli og fer eitthvað aðeins inn á völlinn,“ segir Rúnar, sem er Liverpool-maður og fer iðulega til Englands á fótboltaleiki. „Ég gæti þó þurft að halda með Cardiff í vetur því Aron Einarsson landsliðsfyrirliði er hálfbróðir sonar míns og spilar með liðinu sem er komið í úrvalsdeild.“ Rúnar á íbúð á Ísafirði en hefur verið búsettur í höfuðstaðnum undanfarin fjörtíu ár. „Ég fer aldrei nógu oft á Ísafjörð en er sáttur hvar sem ég er og ekki mikið í sálarflækjum. Það er hægt að búa hvar sem er í tónlist en ég skrapp til Reykjavíkur þegar ég var tvítugur og er ekki enn lagður af stað heim.“ Rúnar hefur aldrei átt vekjaraklukku og fer aldrei í háttinn fyrr en undir morgun. „Fólki finnst það kannski skrýtið en ekki ef ég væri næturvörður. Ég fæddist klukkan hálfþrjú að degi til og finnst best að vakna hálfþrjú. Ég áttaði mig fyrir löngu á því að vilji maður eldast vel á maður að vakna á fæðingartímanum. Þar stillist klukkan og af þeim sökum eldist fólk misjafnlega. Ég horfði upp á fertuga félaga mína verða gamla fyrir aldur fram af því þeir höfðu vaknað á vitlausum tíma alla ævi. Ef allir gerðu rétt mundi lífið ganga einfaldar fyrir sig, færri vera á götunum og í búðunum og þannig mun þetta allt enda. Við erum lengi að átta okkur á hvað lífið er.“ Eitt af því sem Rúnar gerir sér til skemmtunar á nóttunni er að rúnta með vini um bílasölur. „Þegar ég hætti að drekka nennti ég ekki lengur að rúnta niður Laugaveg og upp Hverfisgötu. Við breyttum þeim stutta og þreytandi rúnti því yfir í bílasölurúnt. Þangað er lengra á milli staða, meiri ró og mun skemmtilegra að skoða bíla en drukkið fólk á Laugaveginum.“ Rúnar hefur ekki gefið út sólóplötu síðan 1996 og segist ekki vita hvort hann nenni meiri útgáfu en sem nemur einu og einu lagi. Nóg er þó til af efni. „Ég á ekkert uppáhaldslag með sjálfum mér og tek undir orð Ingimars Eydals heitins sem sagði þetta allt eitt lag en misjafnlega útsett,“ segir Rúnar og þvertekur fyrir að hafa verið utangarðs í íslenskri tónlistarumfjöllun. „Ég hef alltaf fengið mjög fína spilun og góðar móttökur. Ég er hins vegar ekki oft í fjölmiðlum þótt ég gæti verið reglulega í viðtölum og setið við tölvuna heima að kjósa lag með sjálfum mér á vinsældalistann eða fengið vini til þess eins og gert er á Facebook. Það kalla ég ekki vinsældalista en svoleiðis hefur þetta alltaf verið á Íslandi. Menn hafa gert sig vinsæla og mörg lög sem landsmenn syngja hástöfum voru gerð vinsæl en áttu í raun ekkert erindi frekar en önnur lög. Ég er því með nógu mikla útvarpsspilun og finnst ekkert varið í að vera stanslaust í spilun.“
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira