Sport

Dagskráin í dag: Hafþór Júlíus reynir við heimsmetið og afhroð Karius í Kænugarði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson á möguleika á því að bæta heimsmet í dag.
Hafþór Júlíus Björnsson á möguleika á því að bæta heimsmet í dag. vísir/getty

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport í dag er hægt að horfa á alla fjóra þætti vikunnar af Sportinu í dag. Einnig má fylgjast með Hafþóri Júlíusi Björnssyni reynir við opinbert heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu frá æfingasal sínum í Kópavogi. Hann mun reyna að lyfta 501 kg.

Stöð 2 Sport 2

Það er sterk stemning á Stöð 2 Sport 2 í dag. Heimsleikarnir í Crossfit, Grillhúsmótið, Sterkasti maður Íslands og Arnold Classic-mótið er á meðal þess sem er hægt að sjá. Eitthvað fyrir kraftajötna landsins.

Stöð 2 Sport 3

Hver saknar ekki Meistaradeildarinnar? Útsendingar frá frábærum leikjum Meistaradeildarinnar síðustu ár sem og úrslitaleiknum fræga milli Real Madrid og Liverpool sem og í kvennaflokki leiks Lyon og Barcelona.

Stöð 2 eSport

Útsending frá góðgerðarviðburði þar sem keppt er í Gran Turismo kappakstri á Monza-brautinni heimsfrægu má finna á rafíþróttastöð Stöð 2 klukkan tvo en eftir það má sjá meðal annars Íslandsmótið í eFótbolta og landsleiki í eFótbolta.

Stöð 2 Golf

Mörg mismunandi mót má finna á Stöð 2 Golf í dag. Útsending frá Evian Championship á LPGA mótaröðinni og útsending frá lokadegi Dell Technologies Match Play á Heimsmótaröðinni er á meðal þess sem má sjá þar í dag.

Alla dagskrá dagsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×