Uppgjör Henrys: Súrt tap gegn Slóvenum Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 17. janúar 2020 18:15 Slóvenar fagna sigrinum í Malmö í kvöld. vísir/epa Eftir að hafa flogið hátt í upphafi EM hafa strákarnir okkar misst flugið og töpuðu sínum öðrum leik í röð í kvöld. Nú gegn Slóveníu, 30-27. Ólympíudraumurinn verður því fjarlægari. Guðmundur óskaði eftir betri sóknarleik í dag en leikmenn mættu á hælunum. Lentu 7-2 undir og allt í steik. Sóknarleikurinn hægur og menn virtust hreinlega bíða eftir því að Aron Pálmarsson gerði eitthvað. Hann skoraði flott fyrsta mark en síðan fjaraði algjörlega undan honum. Enn og aftur. Ólafur Guðmundsson og Viggó Kristjánsson komu inn á og hresstu mikið upp á sóknarleik liðsins. Bjöggi varði vel og Viktor Gísli varði hvert vítið á fætur öðru. Strákarnir jafna 9-9 og komast svo yfir, 11-12. Þarna var liðið að spila eins og lið. Dena Bombac sýndi snilli sína í kvöld.vísir/epa Bombac óstöðvandi Síðari hálfleikur var stanslaus eltingarleikur. Vondir dómar og klaufaskapur fór stundum illa með liðið og klókt lið Slóvena hleypti okkar mönnum aldrei almennilega að sér aftur. Strákarnir fengu svo einstaka líflínu en Slóvenar voru of sterkir. Dean Bombac var óstöðvandi í slóvenska liðinu með níu mörk og tíu stoðsendingar. Strákarnir réðu ekkert við hann í dag. Klemen Ferlin varði svo eins og berserkur. Slóvenía er einfaldlega betra lið en Ísland í dag. Það var vissulega margt jákvætt við leikinn hjá okkar mönnum. Þeir gefast aldrei upp, fleiri leikmenn koma með framlag, vörnin stóð oft á tíðum vel og markvarslan var flott. Janus Daði var svo virkilega góður. Það var bara ekki nóg gegn svona gæðaliði.Mátti leyfa Viggó að spila meira Guðmundur er í uppbyggingarferli og sú ákvörðun hans að taka nokkra reynslubolta aftur inn var gagnrýnd af sumum. Ég er aftur á móti á því að það hafi verið jákvætt því ungu mennirnir geta lært mikið af þessum höfðingjum. En ef það er verið að byggja upp og yngri menn eru að skila sínu á vellinum þá verður að sýna þeim áfram traustið og spila þeim meira. Alexander Petersson virkaði mjög þreyttur og þungur frá upphafi. Samt spilaði hann 37 mínútur í leiknum. Viggó leysir hann af með glans, skorar fimm mörk en fær bara 23 mínútur. Þarna verður þjálfarinn að vera trúr uppbyggingunni og láta Viggó spila meira í stað þess að þjösnast á dauðþreyttum reynsluboltanum. Viggó átti það skilið. Ólafur Guðmundsson kemur svo með frábæra innkomu á báðum endum en er bekkjaður um leið og hann fékk brottvísun. Sjóðheitur. Með hann á vellinum var liðið að komast yfir. Hann átti skilið stærra tækifæri í þessum leik en fékk ekki traustið. Þetta var snúinn leikur fyrir þjálfarann.vísir/epa Aron ætlar ekki að verða leiðtogi Frammistaða Aron Pálmarssonar heldur svo áfram að valda vonbrigðum. Það þarf ekkert að fjölyrða um gæði þess leikmanns og það er lúxus að eiga slíkan heimsklassaleikmann. Hann er líka maðurinn sem á að bera þetta lið lengra. Vera leiðtoginn og leiða þetta skemmtilega lið áfram. Því miður er hann ekki að ná því að verða sá stöðugi leiðtogi í liðinu sem við vonuðumst eftir. Með eðlilegum leik frá honum í toppstandi hefði Ísland unnið Ungverjaland að mínu mati og átt meiri séns í dag. Liðið fer að mörgu leyti eins langt og hann ber það eins og við sáum er hann slátraði Dönum. Því miður nær hann sínu besta of sjaldan fram í landsliðsbúningnum. Það eru svo sannarlega hæðir og lægðir á þessum blessuðu stórmótum og hlutirnir fljótir að breytast. Þessu móti er þó alls ekki lokið og strákarnir eiga enn möguleika að ná sínum markmiðum. Þá verður líka leikurinn á sunnudag gegn Portúgal að vinnast. Það er algjör úrslitaleikur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Varnarmaðurinn úr Val sagði að litlu hlutirnir hefðu skilið að gegn Slóveníu. 17. janúar 2020 17:14 Leik lokið: Ísland - Slóvenía 27-30 | Tap í fyrsta leik í milliriðli Íslendingar áttu ekki nógu góðan leik gegn Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli. 17. janúar 2020 16:30 Vranjes: Þeir spila maður á mann vörn og verða þreyttir Ljubomir Vranjes, þjálfari slóvenska landsliðsins, segir að góð markvarsla hafi skilað sigrinum gegn Íslandi í dag. 17. janúar 2020 17:11 Aron: Því miður hef ég ekki náð að fylgja því eftir Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, var súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Slóveníu í fyrsta leik liðsins í milliriðli. 17. janúar 2020 16:58 Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Janus Daði: Agalega svekktur með þetta tap Leikstjórnandinn snjalli var vonsvikinn í leikslok. 17. janúar 2020 16:48 Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. 17. janúar 2020 16:46 Topparnir í tölfræðinni á móti Slóveníu: Réðu ekkert við Bombac og Ferlin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum á móti Slóvenum, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 17. janúar 2020 16:58 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Viktor Gísli: Hef aldrei varið svona mörg víti áður Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Íslands, segir að landsliðinu vanti meiri stöðugleika og það gangi ekki endalaust að lenda nokkrum mörkum undir. 17. janúar 2020 17:05 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Eftir að hafa flogið hátt í upphafi EM hafa strákarnir okkar misst flugið og töpuðu sínum öðrum leik í röð í kvöld. Nú gegn Slóveníu, 30-27. Ólympíudraumurinn verður því fjarlægari. Guðmundur óskaði eftir betri sóknarleik í dag en leikmenn mættu á hælunum. Lentu 7-2 undir og allt í steik. Sóknarleikurinn hægur og menn virtust hreinlega bíða eftir því að Aron Pálmarsson gerði eitthvað. Hann skoraði flott fyrsta mark en síðan fjaraði algjörlega undan honum. Enn og aftur. Ólafur Guðmundsson og Viggó Kristjánsson komu inn á og hresstu mikið upp á sóknarleik liðsins. Bjöggi varði vel og Viktor Gísli varði hvert vítið á fætur öðru. Strákarnir jafna 9-9 og komast svo yfir, 11-12. Þarna var liðið að spila eins og lið. Dena Bombac sýndi snilli sína í kvöld.vísir/epa Bombac óstöðvandi Síðari hálfleikur var stanslaus eltingarleikur. Vondir dómar og klaufaskapur fór stundum illa með liðið og klókt lið Slóvena hleypti okkar mönnum aldrei almennilega að sér aftur. Strákarnir fengu svo einstaka líflínu en Slóvenar voru of sterkir. Dean Bombac var óstöðvandi í slóvenska liðinu með níu mörk og tíu stoðsendingar. Strákarnir réðu ekkert við hann í dag. Klemen Ferlin varði svo eins og berserkur. Slóvenía er einfaldlega betra lið en Ísland í dag. Það var vissulega margt jákvætt við leikinn hjá okkar mönnum. Þeir gefast aldrei upp, fleiri leikmenn koma með framlag, vörnin stóð oft á tíðum vel og markvarslan var flott. Janus Daði var svo virkilega góður. Það var bara ekki nóg gegn svona gæðaliði.Mátti leyfa Viggó að spila meira Guðmundur er í uppbyggingarferli og sú ákvörðun hans að taka nokkra reynslubolta aftur inn var gagnrýnd af sumum. Ég er aftur á móti á því að það hafi verið jákvætt því ungu mennirnir geta lært mikið af þessum höfðingjum. En ef það er verið að byggja upp og yngri menn eru að skila sínu á vellinum þá verður að sýna þeim áfram traustið og spila þeim meira. Alexander Petersson virkaði mjög þreyttur og þungur frá upphafi. Samt spilaði hann 37 mínútur í leiknum. Viggó leysir hann af með glans, skorar fimm mörk en fær bara 23 mínútur. Þarna verður þjálfarinn að vera trúr uppbyggingunni og láta Viggó spila meira í stað þess að þjösnast á dauðþreyttum reynsluboltanum. Viggó átti það skilið. Ólafur Guðmundsson kemur svo með frábæra innkomu á báðum endum en er bekkjaður um leið og hann fékk brottvísun. Sjóðheitur. Með hann á vellinum var liðið að komast yfir. Hann átti skilið stærra tækifæri í þessum leik en fékk ekki traustið. Þetta var snúinn leikur fyrir þjálfarann.vísir/epa Aron ætlar ekki að verða leiðtogi Frammistaða Aron Pálmarssonar heldur svo áfram að valda vonbrigðum. Það þarf ekkert að fjölyrða um gæði þess leikmanns og það er lúxus að eiga slíkan heimsklassaleikmann. Hann er líka maðurinn sem á að bera þetta lið lengra. Vera leiðtoginn og leiða þetta skemmtilega lið áfram. Því miður er hann ekki að ná því að verða sá stöðugi leiðtogi í liðinu sem við vonuðumst eftir. Með eðlilegum leik frá honum í toppstandi hefði Ísland unnið Ungverjaland að mínu mati og átt meiri séns í dag. Liðið fer að mörgu leyti eins langt og hann ber það eins og við sáum er hann slátraði Dönum. Því miður nær hann sínu besta of sjaldan fram í landsliðsbúningnum. Það eru svo sannarlega hæðir og lægðir á þessum blessuðu stórmótum og hlutirnir fljótir að breytast. Þessu móti er þó alls ekki lokið og strákarnir eiga enn möguleika að ná sínum markmiðum. Þá verður líka leikurinn á sunnudag gegn Portúgal að vinnast. Það er algjör úrslitaleikur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Varnarmaðurinn úr Val sagði að litlu hlutirnir hefðu skilið að gegn Slóveníu. 17. janúar 2020 17:14 Leik lokið: Ísland - Slóvenía 27-30 | Tap í fyrsta leik í milliriðli Íslendingar áttu ekki nógu góðan leik gegn Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli. 17. janúar 2020 16:30 Vranjes: Þeir spila maður á mann vörn og verða þreyttir Ljubomir Vranjes, þjálfari slóvenska landsliðsins, segir að góð markvarsla hafi skilað sigrinum gegn Íslandi í dag. 17. janúar 2020 17:11 Aron: Því miður hef ég ekki náð að fylgja því eftir Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, var súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Slóveníu í fyrsta leik liðsins í milliriðli. 17. janúar 2020 16:58 Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Janus Daði: Agalega svekktur með þetta tap Leikstjórnandinn snjalli var vonsvikinn í leikslok. 17. janúar 2020 16:48 Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. 17. janúar 2020 16:46 Topparnir í tölfræðinni á móti Slóveníu: Réðu ekkert við Bombac og Ferlin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum á móti Slóvenum, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 17. janúar 2020 16:58 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Viktor Gísli: Hef aldrei varið svona mörg víti áður Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Íslands, segir að landsliðinu vanti meiri stöðugleika og það gangi ekki endalaust að lenda nokkrum mörkum undir. 17. janúar 2020 17:05 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Varnarmaðurinn úr Val sagði að litlu hlutirnir hefðu skilið að gegn Slóveníu. 17. janúar 2020 17:14
Leik lokið: Ísland - Slóvenía 27-30 | Tap í fyrsta leik í milliriðli Íslendingar áttu ekki nógu góðan leik gegn Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli. 17. janúar 2020 16:30
Vranjes: Þeir spila maður á mann vörn og verða þreyttir Ljubomir Vranjes, þjálfari slóvenska landsliðsins, segir að góð markvarsla hafi skilað sigrinum gegn Íslandi í dag. 17. janúar 2020 17:11
Aron: Því miður hef ég ekki náð að fylgja því eftir Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, var súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Slóveníu í fyrsta leik liðsins í milliriðli. 17. janúar 2020 16:58
Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35
Janus Daði: Agalega svekktur með þetta tap Leikstjórnandinn snjalli var vonsvikinn í leikslok. 17. janúar 2020 16:48
Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. 17. janúar 2020 16:46
Topparnir í tölfræðinni á móti Slóveníu: Réðu ekkert við Bombac og Ferlin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum á móti Slóvenum, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 17. janúar 2020 16:58
Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41
Viktor Gísli: Hef aldrei varið svona mörg víti áður Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Íslands, segir að landsliðinu vanti meiri stöðugleika og það gangi ekki endalaust að lenda nokkrum mörkum undir. 17. janúar 2020 17:05