Teitur um Ölla: Sextán ára var hann að fara svo illa með okkur á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 12:30 Teitur Örlygsson og Örlygur Aron Sturluson. Skjámynd/S2 Sport Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins