Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 22:36 Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11
Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00