Sport

Sharapova og Kvitova mætast í úrslitum á Wimbledon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sharapova fagnar sigrinum í dag
Sharapova fagnar sigrinum í dag Nordic Photos/AFP
Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag.

Hin rússneska Maria Sharapova lagði Þjóðverjann Sabine Lisicki í tveimur settum í fyrri leik dagsins 6-4 og 6-3. Sharapova byrjaði leikinn illa og lenti 0-3 undir í fyrra setti. Hún náði þó að snúa leiknum sér í hag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Sharapova kemst í úrslit Wimbledon-mótsins síðan árið 2004 þegar hún sigraði á mótinu.

Í síðari leik dagsins sigraði Tékkinn Petra Kvitova hina hvít-rússnesku Victoriu Azarenka í þremur settum 6-1, 3-6 og 6-2. Kvitova er fyrsta örvhenta konan til þess að komast í úrslit mótsins síðan landi hennar Martina Mavratilova, sem síðan þá varð bandarískur ríkisborgari, komst í úrslit árið 1994.

Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×