Enski boltinn

Pedroza samdi við Tottenham

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann  hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham
Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham
Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann  hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham. Pedroza er tvítugur framherji og lék hann áður með Jaguares í Mexíkó. Pedroza hefur m.a. æft með Arsenal og Chelsea en hann er fæddur á Englandi og um tíma var talið hann yrði valinn í U-20 ára landslið Englendinga sem keppir á HM í Kolumbíu í sumar.

Það er eflaust mikið um að vera á skrifstofu Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham þessa dagana. Króatinn Niko Kranjcar bíður enn eftir svörum frá Tottenham en hann vill komast frá liðinu sem fyrst. Að auki hefur þýski varnarmaðurinn Serdar Tasci verið orðaður við enska liðið en hann hefur leikið með Stuttgart undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×