Innlent

Hægt að komast hjá þjónustugjaldi

Landsbankinn segist reyna að sjá til þess að viðskiptavinir séu upplýstir um möguleikann á gjaldfrjálsri þjónustu í gegnum þjónustusíma. Þjónustuver tekur hinsvegar 95 króna þóknun..
Landsbankinn segist reyna að sjá til þess að viðskiptavinir séu upplýstir um möguleikann á gjaldfrjálsri þjónustu í gegnum þjónustusíma. Þjónustuver tekur hinsvegar 95 króna þóknun..
Landsbankinn segir fólk geta komist hjá 95 króna þjónustugjaldinu, sem bankinn rukkar fyrir að upplýsa viðskiptavini sína um stöðu í gegnum þjónustu.

Gjaldið er að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, sérfræðings á skrifstofu bankastjóra, fellt á þá sem hringja í þjónustuver bankans og biðja starfsmenn þar um fyrrnefndar upplýsingar. Sama gjald sé einnig fellt á þá sem hringa í útibú bankanna og óska eftir upplýsingum þar.

Soffía segir þann möguleika hinsvegar vera til staðar að hringja í annan síma, þjónustusíma bankanna, þar sem sömu upplýsingar eru veittar án endurgjalds. Þá hafi fólk einnig þann möguleika að kanna stöðu reikninga sinna í hraðbönkum.

„Alla jafna er reynt að láta viðskiptavini vita að það sé þjónustugjald, og að viðskiptavinir geti nálgast þessar upplýsingar án kostnaðar í þjónustusíma bankanna, en við getum ekki fullyrt að það sé gert í öllum tilvikum. Þetta er stórt þjónustuver en við reynum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×