Innlent

Lögfræðingur Hauks segir tveggja ára dóm koma verulega á óvart

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi starfsmaður Landsbankans, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögfræðingur hans segir niðurstöðuna koma sér á óvart.

Haukur Þór Haraldsson starfaði sem framkvæmdastjóri Landsbankans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa millifært 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings inn á eigin reikning þann 8. október 2008. Aðeins tveimur dögum eftir að ljóst var að íslenska bankakerfið var hrunið.

Félagið NBI Holdings, sem var í eigu sjálfseignarsjóðs á Guernsey og laut stjórn Hauks hafði verið notað af bankanum til að halda utan um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum. Með millifærslunni sagðist Haukur hafa ætlað að bjarga fénu frá því að verða að hverri annarri kröfu í þrotabú bankans síðar meir.

Þetta er í annað sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í þessu sama máli en Haukur var áður sýknaður í Héraðsdómif. Hæstaréttur ómerkti hins vegar dóminn og vísaði málinu aftur til héraðs.

Gestur Jónsson, verjandi Hauks, sagði niðurstöðuna koma honum og umbjóðanda hans verulega á óvart. Sérstaklega þar sem annar dómari við sama dómstól hefði talið Hauk saklausan. Hann sagði ljóst að málinu yrði áfrýjað en Hauk 2 ára fangelsisdóms þarf Haukur að greiða Gesti um fjórar milljónir í málsvarnarlaun.


Tengdar fréttir

Haukur Þór í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Haukur Þór Haraldsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Haukur Þór starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun og var sakfelldur fyrir að hafa eftir bankahrunið millifært 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. Þetta er í annað sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í þessu sama máli. Við fyrri meðferð málsins var hann sýknaður í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði honum aftur til efnislegrar meðferðar. Félagið NBI Holdings, sem var í eigu sjálfseignarsjóðs á Guernsey og laut stjórn Hauks, hafði legið í dvala í hálfan áratug, en var áður notað af bankanum til að halda utan um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hefðu komið til frádráttar eigin fjár bankans ef þeir hefðu verið í efnahagsreikningi hans. Haukur segist hafa ætlað að bjarga fénu frá því að verða að hverri annarri kröfu í þrotabú bankans síðar meir. Auk tveggja ára fangelsis þarf Haukur að greiða verjanda sínum ríflega fjórar milljónir króna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×