Innlent

Hval­fjarðar­göngin opnuð á ný

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Löng bílaröð hefur myndast við munn gangnanna Kollafjarðarmegin.
Löng bílaröð hefur myndast við munn gangnanna Kollafjarðarmegin. Vísir/Samsett

Búið er að loka Hvalfjarðargöngunum vegna áreksturs. Sérfræðingur í samskiptum hjá Vegagerðinni segir að útlit sé fyrir að göngin verði lokuð í einhvern tíma og beinir fólki um Hvalfjarðarveginn.

Sigríður Inga Sigurðardóttir segist ekkert vita um tildrög eða umfang árekstursins en segir að reikna megi með því að það verði einhver töf.

Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir tjón hafa orðið á tveimur bílum en minniháttar slys á fólki. Unnið sé að því að fjarlægja bílana og segir Árni að göngin ættu að opna fljótlega.

Hann segir áreksturinn hafa verið minni en á horfðist.

Uppfært 14:48: Göngin hafa verið opnuð á nýjan leik. Vegfarendur eru hvattir til að halda góðu bili í göngunum, þar sem búist er við mikilli umferð í göngunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×